Nýjustu fréttir

Gönguferðir sumarið 2018

| Fréttir | No Comments

Gönguferðir sumarið 2018   maí Duushús, Reykjanesbæ maí Álafosskvosin, Mosfellsbæ júní Listasafn Sigurjóns Ólafssonar, Lauganestanga 70, 105 Reykjavík júní Elliðaárdalur, við rafstöðina. ágúst Suðurhlíðarskóli, Suðurhlíð 36, 105 Reykjavík ágúst Spöngin,…

Vorferð!!! við förum laugardaginn 26.maí

| Fréttir | No Comments

Okkar árlega og vinsæla vorferð verður að þessu sinni farin laugardaginn 26.maí. Við gerum ráð fyrir að leggja af stað um kl.10 og vera komin aftur milli kl. 15 og…

Starfshópur skilar tillögum til heilbrigðisráðherra, varðandi gagnagrunn um sykursýki og skimun.

| Fréttir | No Comments

Hér er frétt um skýrslu starfshóps heilbrigðisráðherra, en samtökin áttu fulltrúa í hópnum. https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2018/04/20/Tillogur-um-vidbrogd-vid-vaxandi-nygengi-sykursyki/

Erlent lyfjafyrirtæki óskar eftir viðmælendum með tegund 2.

| Fréttir | No Comments

Hello,   My name is Petra Eurenius, and I work at AstraZeneca Nordic-Baltic, based in Sweden.   I reach out to you since we would like to get in contact…

Gönguferðir 2018

 • Gengið er annan hvern fimmtudag kl.20
 • Gengið er í ca 1 klst, létt ganga, allir geta verið með.

Dagsetningar:

 • 10.maí Duushús, Reykjanesbæ
 • 24.maí Álafosskvosin, Mosfellsbæ
 • 7.júní Listasafn Sigurjóns Ólafssonar, Laugarnestanga 70, 105 Rvk
 • 21.júní Elliðaárdalur, við rafstöðina
 • 16.ágúst Suðurhlíðarskóli, Suðurhlíð 36, 105 Rvk
 • 30.ágúst Spöngin, Grafarvogi

Vinsamlegast athugið að göngur falla niður í júlí og fram í ágúst vegna sumarleyfa.

Hittumst hress í gönguhópnum og tökum með okkur gesti, Allir eru velkomnir í göngurnar!

Bestu kveðjur,
Helga Eygló Guðlaugsdóttir og gönguhópurinn. ( Helga Eygló gsm 692-3715 )

Ungliða hópurinn

Ertu á aldrinum 18-30 ára?

Fylgstu með á Facebook og fáðu allar upplýsingar um það sem er að gerast hjá unga fólkinu okkar.

Kíktu á Facebook síðuna!

Styrktaraðilar

onetouch-augl-des-2016

icelandic-banner-500x150

Hvað er sykursýki?

Sykursýki er langvinnur sjúkdómur, hann leiðir til of mikils sykurs (glúkósa) í blóðinu, því líkaminn getur ekki brotið niður sykur á eðlilegan hátt

Helstu tegundir sykursýki eru þrjár

Tegund 1 (sem er algengari hjá ungu fólki og börnum)

Tegund 2 (sem er algengari hjá eldra fólki)

Meðgöngusykursýki

Sjá nánar undir Sjúkdómurinn >

Námskeið

Kvennahreyfing ÖBÍ stendur fyrir námskeiði um aðferðir hugrænnar
atferlismeðferðar (HAM)

Um námskeiðið:

 • Námskeiðið er sex skipti í tvo tíma í senn og verður einu sinni í viku
  (þriðjudaga) frá 13. mars til 24. apríl (frí 3. apríl) kl 17-19.
 • Námskeiðsgjald er kr. 7.000-
 • Takmarkaður fjöldi.
 • Skráning (nafn og símanúmer) sendist á kvennahreyfing@obi.is Vinsamlegast takið fram ef þörf er á táknmáls- eða rittúlkun.

Nánar:

Elsa Bára Traustadóttir sálfræðingur mun kynna fyrir þátttakendum aðferðir HAM til að takast á við erfiða líðan eins og depurð og kvíða.

Þátttakendur fá fræðslu um einkenni kvíða og þunglyndis og grundvallaratriði í hugrænni atferlismeðferð. Þeir læra einnig að nýta sér aðferðir HAM til að leysa vandamál og rjúfa vítahring óhjálplegrar hegðunar og hugsunar.

Námskeiðið er ætlað þeim sem hafa glímt við erfiða líðan og vilja ná betri tökum á líðan sinni. Ýmsar gagnlegar leiðir verða kynntar og þátttakendur hvattir til að taka virkan þátt í umræðum og hvetjandi verkefnum.

Elsa Bára hefur 15 ára reynslu af því að starfa sem sálfræðingur bæði hjá stofnunum og með eigin stofu. Hún starfar núna á geðsviði Landspítalans, hjá Hringsjá og á eigin stofu og hefur langa reynslu af að vinna með fólki sem er með fötlun eða í endurhæfingu. Nánari upplýsingar um störf hennar og þekkingu má finna á heimasíðu hennar elsabara.is