Monthly Archives

October 2008

fréttamolinn

By | Fréttir | No Comments

Undirbúningur fyrir alþjóðadag sykursjúkra sem verður þann 14. nóvember er nú í fullum gangi. Til stendur að samtökinn standi fyrir blóðsykursmælingum á starfsfólki Ráðhúss Reykjavíkur á föstudeginum 14. nóvember og verði svo með mælingar fyrir almenning í Smáralind Laugardaginn 15. nóvember.

Haustferð samtakanna var 13. september og tókst vel þrátt fyrir að veðrið hefði nú getað verið betra, nánar verður skýrt frá ferðinni sem og ferð stjórnar á árlegan Norðurlandafund samtaka sykursjúkra í tímaritinu Jafnvægi sem kemur út síðar á árinu.

Fræðslufundur samtakanna verður haldinn fimmtudaginn 30. október á Grandhótel og er það Arna Guðmundsdóttir læknir sem verður með erindi. Nánari kynning á fundinum kemur í fréttablaði sem sent er til allra félagsmanna.
Stjórnin