Monthly Archives

December 2008

Styrkir vegna kaupa á hjálpartækjum hækka

By | Fréttir | No Comments

Sett hefur verið ný reglugerð um hjálpartæki sem felur í sér verulega hækkun styrkja vegna tækjanna.

Fyrir sykursjúka þýðir þetta breytingu á þátttöku tryggingastofnunar til kaupa á strimlum til blóðsykursmælinga og kaupa á blóðsykursmælum. Verulegar hækkanir á vörum hafa átt sér stað undanfarið vegna breyttra þjóðfélagsaðstæðna og eru dæmi um að einstaklingar hafi þurft að greiða um fimm þúsund krónur fyrir pakkann af blóðsykursstrimlum.

Hægt er að lesa tilkynningu heilbrigðisráðuneytisins hér
Reglugerðina í heild sinni má lesa  í viðhengi og eru málefni sykursjúkra tekin fyrir í lið 0424 reglugerd_um_hjalpartaeki.pdf