Monthly Archives

September 2009

Samtök sykursjúkra á Facebook

By | Fréttir | No Comments

Samtök sykursjúkra eru nú á samskiptavefnum facebook. Notendur facebook geta því slegið inn Samtök sykursjúkra í leit og valið að gerast aðdáendur.

Þarna inni verður svo reynt að pósta inn því helsta sem er á döfinni og einnig geta notendur bryddað upp á umræðum á svæðinu.

Öllum er frjálst að gerast aðdáendur hvort sem þeir eru meðlimir í samtökunum eða ekki.

Með von um góðar undirtektir

Samtök Sykursjúkra

Haustferð samtakanna

By | Fréttir | No Comments

Hin geysivinsæla haustferð verður farin laugardaginn 19 september. Reykjanesið er ákvörðunarstaðurinn í ár.
Lagt verður af stað kl 09:00 frá Hátúni 10B
Ferðin kostar kr. 4000, frítt fyrir börn 12 ára og yngri.
Ein grillmáltíð er innifalin í verði.
Ferðalangar hafi með sér nesti og hlý föt.
Skráning í síma 562-5605 og á netfanginu diabetes@diabetes.is Einnig er hægt að skrá sig í síma
892-5567 Ómar Geir. Skráningu lýkur mánudaginn 14. September.

Suðurstrandarvegur / Reykjanes

Við munum aka í Þorlákshöfn og síðan Suðurstrandarveg og koma við á helstu viðkomustöðum á þessari leið. Ferðinni lýkur síðan í Garðinum þar sem við munum borða saman grillmáltíð í Kiwanishúsinu. Félagar í Suðurnesjadeild Samtaka sykursjúkra munu taka þar á móti okkur.
Leiðsögumaður verður með í för sem mun fræða okkur um þetta fjölbreytta og skemmtilega svæði.