Monthly Archives

October 2009

Fræðslumynd um sykursýki

By | Fréttir | No Comments

Páll Kristinn Pálsson kvikmyndagerðarmaður hefur nú lokið við gerð fræðslumyndar um sykursýki sem verður sýnd á RÚV þann 10. nóvember kl. 20:55. Myndin verður svo endursýnd á alþjóðadag sykursjúkra laugardaginn 14. nóvember.

Sjá hér fyrir neðan dagsrákynningu:

20:55 Sykursýki – Sjúkdómur 21. aldar? 888
Sykursýki breiðist hratt út í heiminum og læknar hafa miklar áhyggjur af þróuninni næstu áratugina. Á Íslandi eru rúmlega 9000 manns með sykursýki – margir án þess að vita það – og tíðni tilfella eykst hér líkt og annars staðar. Í þættinum er rætt við lækna og hjúkrunarfólk og fólk sem er með sykursýki segir frá glímu sinni við sjúkdóminn. Dagskrárgerð: Páll Kristinn Pálsson og Ólafur Sölvi Pálsson. Textað á síðu 888 í Textavarpi.
Við hvetjum alla til að horfa á myndina í sjónvarpinu og kynna hana meðal vina og vandamanna.

Fræðslufundur miðvikudaginn 28. otkótber

By | Fréttir | No Comments

Við minnum á fræðslufundinn sem haldinn verður á morgun miðvikudag.

Staðsetning: Grand hótel, Reykjavík. Salur: Háteigur A, 4. hæð.

Fyrirlesari: Funi Sigurðsson, sálfræðingur sem mun meðal annars fjalla um sjálfsímynd langveikra. Er skömm að því að vera með sykursýki? Eru sjúdómar misflottir, krabbamein/sykursýki?

Kaffiveitingar

Félagsmenn og aðstandendur eru sérstaklega hvattir til að koma

Stjórnin

Stofnfundur á Vesturlandi

By | Fréttir | No Comments

Vesturlandsdeild Samtaka sykursjúkra var stofnuð þann 19. október síðastliðinn í Stúkuhúsinu á Akranesi. Um tuttugu manns mættu á fundinn og segir Jón Sólmundarson, sem kosinn var formaður félagsins, að allir stofnfélagar séu frá Akranesi. Með Jóni í stjórn voru kosin þau Erna Njálsdóttir, Sigurður Aðalsteinsson og Davíð Kristjánsson. Magnea Gylfadóttir fótaaðgerðarfræðingur hélt erindi á fundinum um fótamein sykursjúkra, forvarnir og meðferð.

Framundan hjá deildinni er skipulagning fyrir alþjóðadag sykrusjúkra sem verður 14. nóvember. „Þann dag ætlum við að vera með mælingar og kynningu á starfsemi Samtaka sykursjúkra framan við Apótek Vesturlands á Akranesi. Í framhaldinu ætlum við svo að koma á skipulegri hreyfingu meðal sykursjúkra, til dæmis reglulegum gönguferðum eða hjólreiðaferðum auk þess að vera reglulega með fræðslufyrirlestra. Það er full ástæða til að hvetja sykursjúka Vestlendinga og aðstandendur þeirra til að ganga í deildina okkar.“ segir Jón Sólmundarson nýkjörinn formaður.

Íbúar á Vesturlandi sem hafa hug á að ganga í félagið og taka þátt í starfinu geta haft samband við Jón á netfanginu jonsol@simnet.is eða í síma 894-8326.

Einnig getur fólk skráð sig í samtökin með því að senda póst á diabetes@diabetes.is eða haft samband við skrifstofu í síma 562-5605 þriðjudaga og fimmtudaga frá 10-12.

Bólusetning gegn svínaflensunni (H1N1)

By | Fréttir | No Comments

Læknar Göngudeildar sykursjúkra vilja beina þeim tilmælum til fólks með sykursýki að láta bólusetja sig gegn flensunni. Ástæðan fyrir því er að sykurstjórnunin getur orðið erfið í veikindum, fólki hættir þá til að gefa sér of lítið insúlin og verða súrt (ketónsýringur).

Sykursjúku fólki er ennfremur bent á að hafa samband við sína heilsugæslustöð eða heimilslækni en ekki á Göngudeildina.

Ný deild á Akranesi

By | Fréttir | No Comments

Stofnfundur deildar Samtaka sykursjúkra á Vesturlandi verður haldinn á Akranesi mánudaginn 19.október n.k. klukkan 20:00.
Fundarstaður: Stúkuhúsið við Byggðasafnið að Görðum.
Fundarefni:
1. Fyrirlestur Magneu Gylfadóttur fótaaðgerðafræðings
2. Stofnun deildar og kosning stjórnar.
3. Önnur mál
Allir áhugamenn hjartanlega velkomnir.

Undirbúningsnefndin.

Nýtt fréttabréf

By | Fréttir, Review links | No Comments

Fréttabréf októbermánaðar er komið út og ætti að koma inn um lúguna hjá félagsmönnum fljótlega. Þar er meðal annars fjallað um væntanlegan fræðslufund sem verður í lok mánaðar, stofnun nýrrar deildar á Akranesi, alþjóðadag sykursjúkra. Fréttabrefið má lesa hér