Monthly Archives

January 2010

Upplýsingar um gjöld og afsláttarviðmið fyrir árið 2010

By | Fréttir | No Comments

Upplýsingarnar eru einnig á www.sjukra.is
Sjúkratryggðum er nú skipt á eftirfarandi hátt:

  1. Einstaklingar 18-66 ára.
  2. Aldraðir 67-69 ára sem hafa skertan eða engan ellilífeyri.
  3. Aldraðir 70 ára og eldri, öryrkjar, aldraðir 67 til og með 69 ára sem nutu örorkulífeyris fram til 67 ára aldurs og þeir 60 til og með 69 ára sem njóta óskerts ellilífeyris.
  4. Börn yngri en 18 ára
  5. Börn með umönnunarkort.

Hvað á ég að greiða fyrir læknisþjónustu og heilsugæslu? Ný gjaldskrá sem gildir frá 1. janúar 2010

Viðmið það sem greiða þarf fyrir heilbrigðisþjónustu áður en afsláttarkort er útgefið:

Einstaklingar 18 – 66 ára (og atvinnulausir skv. vottorði)
27.000
Aldraðir 67 til og með 69 ára sem hafa skertan eða engan ellilífeyri
21.500
Aldraðir 70 ára og eldri, öryrkjar og aldraðir 67 til og með 69 ára sem nutu örorkulífeyris fram til 67 ára aldurs og þeir 60 til og með 69 ára sem njóta óskerts ellilífeyris.
6.500
Öll börn yngri en 18 ára í sömu fjölskyldu
8.100

Lesa meira:

  • *Reglugerð 14/2010 um hlutdeild sjúkratryggðra í kostnaði vegna heilbrigðisþjónustu
  • Upplýsingar um afsláttarkort
  • Vefur Heilbrigðisráðuneytisins

Ný námskeið í boði fyrir fólk með sykursýki tegund 2

By | Fréttir | No Comments
Fræðslunámskeið sértaklega ætluð fyrir einstaklinga með tegund 2 sykursýki hefjast hjá Insula í Glæsibæ í febrúar 2010. Hvert námskeið er 2 kvöld frá kl.17-19 með viku millibili. Fyrsta námskeiðið er fyrirhugað 4. og 11.febrúar n.k.
Stuðst verður við nýstárlegt kennsluefni frá Alþjóðasamtökum sykursjúkra (IDF, International Diabetes Federation) s.k. samtalskort (conversation maps). Farið verður yfir orsakir, eftirlit, meðferð og fylgikvilla sykursýki.
Leiðbeinendur eru Arna Guðmundsdóttir sérfræðingur í efnaskiptasjúkdómum og Svanhvít Jóhannsdóttir hjúkrunarfræðingur.
Gjaldið er 8.500kr fyrir hvort kvöld eða 17.000kr fyrir bæði kvöldin.
Áhugasamir skrái sig hjá Insula í síma 5510011.