Monthly Archives

February 2010

Þekkir þú einhvern með sykursýki, háþrýsting eða hjartasjúkd

By | Fréttir | No Comments

Hefur þú greinst með háþrýsting, hækkaðan blóðsykur,
sykursýki eða hjartasjúkdóm?

Vilt þú bæta lífsstílinn og vita hvað þú getur gert
til að ná betri tökum á heilsunni?

Laugardaginn 27. febrúar á milli kl. 9 og 13

Get ég forðast hjarta- og æðasjúkdóma? Hvernig?
Axel F. Sigurðsson, hjartalæknir

Sykursýki – hvað er til ráða?
Arna Guðmundsdóttir, lyflæknir,
sérfræðingur í innkirtla- og efnaskiptasjúkdómum

Ljúffengt, bragðgott og hollt
Bertha María Ársælsdóttir, matvæla- og næringarfræðingur

Hvernig hreyfing passar fyrir mig?
Kristjana Jónasdóttir, sjúkraþjálfari

Hvað get ég gert til að léttast, lifa heilbrigðu lífi og líða samt vel?
Erla Gerður Sveinsdóttir, heimilislæknir

Frjáls aðgangur að heilsurækt Heilsuborgar í eina viku

Skráning í síma 560 1010 eða á
heilsuborg@heilsuborg.is

Tilboðsverð kr. 8.900.-

Heilsuefling í Garðabæ

By | Fréttir | No Comments

Í kjölfarið á Lífshlaupinu verður Heilsueflingardagur í Íþróttamiðstöðinni Ásgarði, laugardaginn 27. febrúar frá 10.30-14.00.

Tækifæri gefst á að kynna sér ýmsa þá möguleika sem í boði eru varðandi hreyfingu í Garðabæ. Einnig verða stutt fræðsluerindi í tengslum við hreyfingu og ýmislegt sem tengist áhættu lífstílssjúkdóma. Þá verður einnig boðið uppá ýmsar líkamsmælingar eis og t.d. blóðfitu- og blóðsykursmælingar. Frítt verður í sund á meðan dagskrá stendur yfir.

Nánari dagskrá má nálgast hér heilsuefling-gardabae.pdf

Ný vefsíða komin í loftið

By | Fréttir | No Comments

Ný vefsíða www.taugaverkir.is er nú komin í loftið. Henni er ætlað að fræða fólk um einkenni taugaverkja og möguleg úrræði.

Á vefsíðunni segir meðal annars:

Taugaverkir eru dæmigerðir langvinnir verkir sem orsakast af skemmdum á taugum, sem venjulega skynja verki, eða af skemmdum á þeim hluta taugakerfisins sem sendir verkjaboð, t.d. mænu eða heila.

Fjöldi sjúkdóma/áverka getur valdið taugaskemmdum sem leiða til taugaverkja, t.d. mænusigg (MS) og áverkar eftir slys. Aflimun er þekkt orsök fyrir taugaverk (draugaverkur í útlim).

Taugaverkur er einnig tiltölulega algengur fylgikvilli annarra sjúkdóma sem tengjast taugum. Þessir sjúkdómar eru m.a. sykursýki, ristill og verkir í mjóbaki. Þetta skýrir hvers vegna taugaverkir eru hugsanlega algengari orsök fyrir langvinnum verkjum en margir gera sér grein fyrir.