Monthly Archives

September 2010

14. nóvember 2010

By | Fréttir | No Comments

14. nóvember er alþjóðadagur sykursjúkra ár hvert. Undanfarin ár hafa samtökin staðið fyrir blóðsykursmælingum í Smáralind og einnig hafa embættismenn þjóðarinnar verið mældir. Höfum við til dæmis mælt starfsfólk Alþingis og Ráðhúss Reykjavíkur.

Í ár ber alþjóðadaginn upp á sunnudegi og verður að sjálfsögðu eitthvað gert í tilefni dagsins. Stjórnin vinnur nú að undirbúinngi dagsins sem verður með breyttu sniði frá því sem verið hefur undanfarin ár en nánari upplýsingar verða gefnar upp síðar.

Við hvetjum sykursjúka og aðra til að muna eftir deginum og kíkja á okkur þar sem við verðum þennan dag.

Einnig hafa samtökin stofnað nýja Facebooksíðu og geta nú allir gerst vinir okkar og fengið nýjustu upplýsingar frá okkur á fréttaveituna sína. Endilega bætið okkur í vinahópinn ykkar því okkur langar að eignast marga góða vini 🙂

Stjórnin

Nýtt fréttabréf

By | Fréttir, Review links | No Comments

Nýtt fréttabréf samtakanna ætti nú að vera komið inn um lúgur allra félagsmanna. Þar ber helst að nefna haustferð samtakanna sem farin verður 18. september næstkomandi. Allar nánari upplýsingar um ferðina og fleira efni er að finna undir Samtökin – fréttabréf eða hér