Monthly Archives

October 2010

Hálsmen til styrktar Samtökum Sykursjúkra

By | Fréttir | No Comments

Skartgripahönnuðurinn Sif Jakobs hefur hannað hálsmen fyrir Samtök sykursjúkra. Hálsmenið er hannað eftir merki alþjóðadags sykursjúkra bláa hringnum.

Hægt verður að kaupa þetta fallega hálsmen í 14 daga þ.e 3. – 16 nóvember.

Hálsmenið kostar 8500 kr og verður til sölu á eftirfarandi stöðum:

HjaHrafnhildi

Tuzzi

Einnig verður hægt að kaupa menið á alþjóðadaginn sjálfan í Oddfellowhúsinu, Vonarstræti 10 og á skrifstofu Samtaka sykursjúkra

Allur ágóði af sölu mensins rennur til Samtaka sykursjúkra sem hefur unnið að því að halda uppi fræðslu um sykursýki, koma upp sérhæfðri lækningarstöð fyrir sykursjúka og bæta félagslega aðstöðu sykursjúkra.

Alþóðadagurinn 14. nóvember

By | Fréttir | No Comments

Samtök sykursjúkra í samstarfi við ýmsa aðila í heilsu og heilbrigðisgeiranum standa fyrir uppákomu á alþjóðadag sykursjúkra þann 14. nóvember.

Viðburðurinn hefst á göngu kringum tjörnina með landsliðsfyrirliðanum í knattspyrnu Katrínu Jónsdóttur og svo verður dagskrá í Odfellow húsinu, Vonarstræti 10 að henni lokinni.

Nánari dagskrá hér að neðan

 

Tími 14. nóvember · 13:00 – 16:00
Staður Oddfellowhúsið
Vonarstræti 10
Reykjavík, Iceland
Gestgjafi

Verndari dagsins er Katrín Jónsdóttir, fyrirliði landsliðs kvenna í knattspyrnu.

Húsið opnar klukkan 13:00
Við byrjum á því að ganga hringinn í kringum Tjörnina
GANGAN HEFST KL 13:00 og í farbroddi verður Katrín Jónsdóttir

Dagskrá kl 14:00-16:00
Dagskrá
Arna Guðmundsdóttir, læknir fjallar sykursýki
Stefán Pálsson, nemi fjallar um líf með sykursýki
Elísabet Konráðsdóttir, hjúkrunarfræðingur fjallar sumarbúðir
Hálfdán Þorsteinson, fjallar um lífið sem foreldri sykursjúks barns
Fundarstjóri Sigríður Jóhannsdóttir, formaður Samtaka sykursjúkra
Á staðnum verður blóðsykur og blóðþrýstingur mældur
Boðið verður upp á Kaffi og vatn
Nokkrir aðilar sem tengjast heilsu og heilbrigðum lífsstíl verða á staðnum og kynna sig og sína starfssemi.

Allir velkomnir

Sykursýki – faraldur 21. aldarinnar

By | Fréttir | No Comments

14. nóvember ár hvert er alþjóðadagur sykursjúkra . Í fyrra framleiddum við DVD disk myndina sykursýki faraldur 21. aldarinnar sem Sjónvarið sýndi.  Við reynum á hverju ári að varpa ljósi á sykursýkina og hver hættan er í breyttum lífsstíll. Það verður uppákoma og ganga kringum tjörnina þann 14. Nóvember  og fyrsta hálfa mánuðinn í nóvember verður söfnun og sala á merkjum og hálsmeni til styrktar sykursjúkum.

Sjónvarpið hefur samþykkt að endursýna myndinna þann 7. nóvember kl. 16:30 og hvetjum við fólk til að horfa á hana og láta fólk vita af henni.