Monthly Archives

November 2010

Vesturlandsdeild Samtaka sykursjúkra

By | Fréttir | No Comments

Alþjóðadagur sykursjúkra 14. nóvember 2010

Á alþjóðadegi sykursjúkra verður Vesturlandsdeildin með mælingar á blóðsykri og kynningu á sjúkdómnum í samstarfi við Lionsklúbb Akraness og HVE. Hjúkrunarfræðingur mun verða okkur til aðstoðar við Apótek Vesturlands frá kl. 13.00-16.00.

Sala og kynning verður á matreiðslubókinni Gómsætir réttir án sykurs.

Hvetjum sem flesta til að mæta.

Jón Sólmundarson
Formaður Vesturlandsdeildar Samtaka sykursjúkra
Ólafur Magnússon
Fulltrúi Lionsklúbbs Akraness

Blái hringurinn

By | Fréttir | No Comments

Blái hringurinn, merki alþjóðadags sykursjúkra verður til sölu í apótekum landsins dagana 3. – 16. nóvember. Salan er til styrktar Samtökum sykursjúkra og kostar hringurinn 1000 kr.

Sætuefni

By | Fréttir | No Comments

Undanfarið hafa samtökunum borist fyrirspurnir um sætuefnið Atwel sem mikið hefur verið notað í uppskriftir hér á vefnum. Eftirgrennslan leiddi í ljós að efnið er ekki lengur fáanlegt á Íslandi. Mögulega er hægt að nota í staðinn Maltitol sem er framleitt úr maís- og hveitisterkju. Maltitol er hægt að kaupa á heimasíðunni www.slikkeri.is og kemur þar fram að efnið sé ætlað sykursjúkum. Ráðlagt er að borða ekki mikið í einu af þessu efni þar sem það getur haft laxerandi áhrif, sé þess gætt í óhófi.

Samtökin minna fólk samt á að fylgjast vel með blóðsykrinum þegar ný efni eru prófuð til að fullvissa sig um að efnið hafi ekki óhóflega hækkun á blóðsykri í för með sér.

Gleðilegan jólabakstur 🙂