Monthly Archives

March 2011

Ný stjórn samtakanna

By | Fréttir | No Comments

Á nýafstaðnum aðalfundi Samtaka sykursjúkra var kosin ný stjórn. Stjórnin er nú fullmönnuð eftir að hafa starfað undirmönnuð undanfarið ár. Þau Sigríður Jóhannsdóttir, Ómar Geir Bragason og Haraldur Þórðarson starfa áfram og eru þau Hrafnkell Tryggvason, Linda Hrönn Eggertsdóttir, Marinó H. Þórisson og Þorgeri Örn Elíasson boðin velkomin til starfa í stjórninni.

Embættisskipan verður ákveðin á næsta stjórnarfundi og koma upplýsingar um það síðar.

Aðalfundur samtakanna

By | Fréttir | No Comments

Aðalfundur /Fræðslufundur
Verður haldinn þriðjudaginn 22. mars 2011 kl: 20:00
Fundarstaður Grand Hótel Reykjavík
Salur Háteigur A.
Dagskrá:
Venjuleg aðalfundastörf.
Fræðsla
Andleg sjálfsvörn . Fjallað er um leiðir til að vernda geðheilbrigði og varnir gegn neikvæðum hugsunum og áreiti í samskiptum fólks. Fjallað er um óttann og það sem raunverulega skiptir máli í lífinu.  Fyrirlesari Sigursteinn R. Másson, formaður Geðhjálpar
Kaffiveitingar

Félagsstarf

Á aðalfundinum verða stjórnarkosningar. Kjörtímabilið er eitt ár það vantar fólk í stjórn endilega gefið kost á ykkur á fundinum eða hafið samband við formann Sigríði Jóhannsdóttur sigridur@frae.is

Fundur hjá Vesturlandsdeild á Akranesi

By | Fréttir | No Comments

Minnum á sameiginlegan fund vesturlandsdeildar og félags parkinsonssjúklinga annað kvöld kl 20:00

Fundurinn er haldinn í skátahúsinu við Háholt, á fundinum verður kynning á heilsusokkum frá NETLA og önnur mál um allt milli himins og jarðar.

Kaffi og meðlæti kr. 500

Allir velkomnir.

Fundaröð ÖBÍ – Ísafjörður

By | Fréttir | No Comments

Nú er komið að því að auglýsa 9. fundinn sem verður á Ísafirði 16. mars nk.
Eins og þið kannist orðið við verður farið um allt land til að kynna og ræða við okkar fólk um yfirfærslu á þjónustu fyrir fatlað fólk frá ríki til sveitarfélaga. Fundaröðin ber yfirskriftina:

Fatlað fólk á tímamótum
Eru mannréttindi virt?

  • Fundur í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði miðvikudaginn 16. mars nk. kl. 13.00-15.30.

Sjá dagskrá í viðhengi og hér neðst í skeytinu. Einnig er hér slóð sem tengir beint inn á heimasíðu ÖBÍ, http://www.obi.is/i-brennidepli/nr/853