Monthly Archives

May 2011

Medic alert

By | Fréttir | No Comments

Samtök Sykursjúkra eru ásamt mörgum öðrum sjúklingafélögum aðilar að alþjóðlegu samstarfi Medic Alert.

Medic Alert merkið er mikilvægt öryggistæki fyrir alla með langvinna sjúkdóma. Hér á landi er það Lions-hreyfingin sem sér um sölu merkjanna og rekstur gagnagrunnsins sem því fylgir.

Hvetjum við alla til að nýta sér þessa mikilvægu þjónustu. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðunni: http://medicalert.is en linkinn má einnig finna á heimasíðu samtakanna undir vefir.

Gönguferðir sumarsins

By | Fréttir | No Comments

Ferðir Göngu-Garpa sumarið 2011

Gengið er á fimmtudögum kl. 20:00

  • 5. maí Fjölbrautarskólinn í Garðabæ
  • 19. maí Hvaleyrarvatn, Hafnarfirði
  • 16. júní Álafosskvos, Mosfellsbæ
  • 30. júní Valaból, Kaldársel
  • 14. júlí Árbæjarsafn, Kistuhyl 4, 110 Rvk
  • 28. júlí Grafarvogskirkja, Grafarvogi
  • 11. ágúst N1 Bensínstöð, Fossvogi – Kringlumýrabr. 100
  • 25. ágúst Olís, Norðlingaholti

Hittumst hress í gönguhópnum og tökum með okkur gesti.
Allir eru velkomnir í göngurnar.

Kveðja

Helga Eygló og gönguhópurinn
S: 6923715