Samtök Sykursjúkra eru ásamt mörgum öðrum sjúklingafélögum aðilar að alþjóðlegu samstarfi Medic Alert.
Medic Alert merkið er mikilvægt öryggistæki fyrir alla með langvinna sjúkdóma. Hér á landi er það Lions-hreyfingin sem sér um sölu merkjanna og rekstur gagnagrunnsins sem því fylgir.
Hvetjum við alla til að nýta sér þessa mikilvægu þjónustu. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðunni: http://medicalert.is en linkinn má einnig finna á heimasíðu samtakanna undir vefir.