Monthly Archives

October 2011

Námskeið fyrir sykursjúka

By | Fréttir | No Comments

Námskeið fyrir sykursjúka

Námskeið fyrir sykursjúka verður haldið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja dagana 25. október – 22. nóvember. Námskeiðið er einu sinni í viku, á þriðjudögum, kl. 17 – 18:30 og er þátttakendum að kostnaðarlausu.

Markmið námskeiðsins er fyrst og fremst að auka þekkingu sykursjúkra á sjúkdómnum, meðferð hans og fylgikvillum. Áhersla er lögð á ábyrgð einstaklingsins á eigin meðferð.

Umsjón með námskeiðinu hafa Sigrún Ólafsdóttir hjúkrunarfræðingur í sykursýkismóttöku og Sigríður Eysteinsdóttir næringarráðgjafi.

Aðrir sem koma að námskeiðinu eru Gunnar Valtýsson læknir, Sara Dögg Gylfadóttir félagsráðgjafi og Sonja Middelink sjúkraþjálfari.

Fyrsta námskeiðið er fyrir sykursjúka með tegund 1 eða 2, sem nota insúlín.

Fleiri námskeið verða haldin á næsta ári og verða auglýst síðar.
Nánári upplýsingar og skráning er hjá Sigrúnu Ólafsdóttur í síma 771-4515

Námskeið

By | Fréttir | No Comments

Námskeið um sykursýki

Þann 26. október n.k kl. 1700-1900 verður haldið námskeið um orsakir sykursýki, fyllikvilla, eftirlit og meðferð.
Hámarks fjöldi 8.
Gjald kr. 8.000 frítt fyrir maka eða samferðarmann.
Hægt er að sækja um  4000 kr. styrk til Samtaka sykursjúkra.
Leiðbeinandi Arna Guðmundsdóttir læknir á Göngudeild sykursjúkra
Skráning í síma 551-0011