Monthly Archives

May 2012

Opna húsið í síðustu viku

By | Fréttir | No Comments

Eins og kom fram hér á síðunni áður var haldið opið hús hér hjá samtökunum í síðustu viku. Skemmst er frá því að segja að fjöldi manns mætti, miklu fleiri en við gátum vonað, og allt fór hið besta fram. Menn gæddu sér á veitingum, m.a. nýbökuðum vöfflum sem stjórnarkallarnir hristu fram úr erminni. Og mikið var spjallað og skrafað og allir skemmtu sér hið besta. Það er alveg ljóst að þetta er fyrirkomulag sem við munum endurtaka við tækifæri. Við þökkum öllum þeim sem létu sjá sig og óskum öllum félagsmönnum og öðrum velunnurum gleðilegs sumars. Næsta mál á dagskrá verður svo haustferðin í september, en hún verður nánar auglýst eftir sumarfrí.

Opið hús

By | Fréttir | No Comments

Opið hús á skrifstofu félagsins15.maí

Við bjóðum félagsmönnum og öðrum áhugasömum í opið hús á skrifstofu félagsins 15.maí n.k. Tveir stjórnarmenn munu standa við járnin og baka vöfflur með kaffinu. Engin formleg dagskrá verður heldur ætlum við bara að hittast, kynnast, spjalla saman, fá okkur kaffi og með því og þið getið séð aðstöðu félagsins.
Skrifstofan er staðsett að Hátúni 10b, húsi Öryrkjabandalagsins. Á húsinu eru þrír turnar, við erum í þeim sem næstur er Kringlumýrarbrautinni, þar uppi á níundu og efstu hæðinni.

Opna húsið byrjar kl. 20 og stendur til kl.22.