Monthly Archives

November 2012

Jólafundur

By | Fréttir | No Comments

Okkar árlegi jólafundur verður að þessu sinni haldinn í Kaffistofu starfsmanna ÖBÍ, Hátúni 10b, jarðhæð, fimmtudaginn 6.desember kl.20 Dagskrá: séra Bjarni Karlsson flytur hugvekju Harmonikkuleikur Jólakaffiveitingar Hittumst hress og njótum góðrar samverustundar. Stjórn og starfsmaður óska öllum félagsmönnum og velunnurum gleðilegra jóla.

Alþjóðadagur sykursjúkra

By | Fréttir | No Comments

Eins og við eigum öll að vita er alþjóðadagur sykursjúkra hinn 14.nóvember ár hvert. Í mörg ár hafa samtök sykursjúkra staðið fyrir uppákomu á laugardeginum næst á eftir til að vekja athygli almennings og fræða um sykursýki. Að þessu sinni verðum við í Smáralindinni laugardaginn 17.nóvember kl.13-16 og kynnum félagið, segjum fólki frá sjúkdómnum og bjóðum upp á blóðsykurmælingar. Vonumst til að sjá sem flesta.

40 ára afmæli SPOEX

By | Fréttir | No Comments

Í tilefni þess að samtök psoriasis og exemsjúklinga eru 40 ára boðar félagið til hátíðardagskrár þann 17.nóvember næstkomandi. Afmælishátíðin fer fram í Þjóðmenningarhúsinu að Hverfisgötu 15. Dagskráin hefst kl.17 og lýkur kl.19. Léttar veitingar í boði. Dagskráin: Ávarp formanns SPOEX, Elínar Hauksdóttur Nokkur tónlistaratriði Veislustjóri er Jónína Emilsdóttir, varaformaður SPOEX Félagar og velunnarar SPOEX eru hjartanlega velkomnir. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku í síma: 588-9620 eða í netfang: formadur@psoriasis.is Föstudaginn 16.nóvember kl.20 verður svo fræðslufundur um rannsóknir á psoriasis í húsi Íslenskrar erfðagreiningar. Þáttaka tilkynnist í síma 588-9620 eða netfang: ernaarm@gmail.com

Uppákoma á vegum ÖBÍ

By | Fréttir | No Comments

Þriðjudaginn 13.nóvember kl.16 stundvíslega verður uppákoma á vegum ÖBÍ haldin á Austurvelli. Allir sem vettlingi geta valdið eru beðnir að koma. Það er mjög áríðandi að sem flestir mæti. Atriðið stendur stutt yfir og allt mun gerast hratt. Atriðið byrjar strax kl.16 og verður að mestu lokið kl.16,45.

Lions menn vekja athygli á sykursýki

By | Fréttir | No Comments

Lions klúbburinn Fjörgyn ætlar að vera með uppákomu í tilefni alþjóðadags sykursjúkra hinn 14.nóvember. Þann dag mæta Líons menn í Krónuna við Bíldshöfða og bjóða fólki blóðsykurmælingar og fræðsluefni um sykursýki. Frábært framtak hjá þeim Lions mönnum og rétt að geta þess að Lions hreyfingin hefur á alþjóðavísu unnið mikið starf til að reyna að vekja almenning til umhugsunar um sykursýki og þær hættur sem af henni stafa.

Alþjóðadagur sykursjúkra

By | Fréttir | No Comments

Eins og allir vita auðvitað er alþjóðadagur sykursjúkra haldinn hátíðlegur um heim allan þann 14.nóvember. Eins og undanfarin ár ætlum við að halda upp á daginn með uppákomu næsta laugardag þar við. Við verðum því í Smáralind laugardaginn 17.nóvember kl.13-17 þar sem við dreifum fræðsluefni og bjóðum upp á blóðsykurmælingar og sýnum okkur og sjáum ykkur.