Monthly Archives

December 2012

Jólalokun skrifstofu

By | Fréttir | No Comments

Við erum farin í jólafrí. Skrifstofan opnar aftur þriðjudaginn 8.janúar 2013 kl.10. Óskum öllu okkar fólki gleði og friðar á jólum og þökkum samstarf og samveru á liðnu ári.

Skautasýning Íþróttasambands Fatlaðra

By | Fréttir | No Comments

Boð á glæsilega skautasýningu í Skautahöllinni Laugardal, laugardaginn 15.desember kl.18,15. Katrín Guðrún Tryggvadóttir, Þórdís Erlingsdóttir og Júlíus Pálsson eru á leið á alþjóðaleika Special Olympics í S.Kóreu í janúar. Þau keppa í listhlaupi á skautum og á sýningunni ætla þau að frumsýna keppnisatriðin sem æfð hafa verið af kappi í allt haust. Einnig munu ungir iðkendur skautadeildar Aspar koma fram á sýningunni. Allir velkomnir!