Monthly Archives

November 2013

Jólafundur

By | Fréttir | No Comments

Hinn árlegi og stórskemmtilegi JÓLAFUNDUR!! Jólafundur Samtaka sykursjúkra verður haldinn fimmtudaginn 28.nóvember n.k. kl.20. Fundurinn verður haldinn á Grand Hótel, í Setrinu á jarðhæð. Dagskrá • Agnes M Sigurðardóttir, biskup Íslands, flytur hugvekju • Felix Bergsson syngur fallega söngva • Svandís Ívarsdóttir, heiðursfélagi í samtökunum, les úr nýútkominni ljóðabók sinni • Jólakaffiveitingar Fjölmennum og tökum með okkur gesti! GLEÐILEG JÓL!!

Blóðsykurmælingar í Smáralind

By | Fréttir | No Comments

S.l. helgi vorum við í Smáralind og buðum fólki upp á blóðsykurmælingar og kynntum félagið okkar. Við skiptum okkur á fjögur borð og mældum alls um 580 manns. Fundum tvo með blóðsykur um 13 og einn með mælingu upp á 22!!, flestir aðrir voru í ágætu lagi. Við viljum þakka samstarfsaðilum okkar: Lyru hf, Icepharma og Medor.

Blóðsykurmælingar á Akureyri

By | Fréttir | No Comments

Baráttan við sykursýki hefur lengi verið eitt af baráttumálum Lionshreyfingarinnar. Í tengslum við Alþjóðadag sykursjúkra og í samvinnu við Samtök sykursjúkra mun Lionsklúbburinn Hængur á Akureyri bjóða upp á fríar blóðsykursmælingar á Glerártorgi fimmtudaginn 21. nóvember frá kl. 16:00 til 18:30. Ennfremur mun klúbburinn bjóða upp á fræðslufund um sykursýki í Lionssalnum, Skipagötu 14, 4. hæð, klukkan 20:00 til 21:00 fimmtudagskvöldið 21. nóvember. Þar mun Ingvar Teitsson læknir halda erindi um sykursýki og svara fyrirspurnum auk þess sem boðið verður upp á fríar blóðsykursmælingar á staðnum. Við skorum á sem flesta að mæta! Lionsklúbburinn Hængur Akureyri

Alþjóðadagurinn

By | Fréttir | No Comments

til hamingju með daginn öll! í dag er 14.nóvember, alþjóðlegur dagur sykursýki. af því tilefni verða Samtök sykursjúkra með blóðsykurmælingar og kynningu á samtökunum í Smáralind næstkomandi laugardag, 16/11, kl.13-16. við erum einnig í samvinnu við Lions-hreyfinguna á Íslandi og þau ætla að bjóða blóðsykurmælingar um allt land á næstu dögum og vikum. endilega skoðið listann á www.lions.is og sjáið hvar og hvenær verður boðið upp á slíkar mælingar í ykkar nágrenni.

Málþing um sykursýki

By | Fréttir | No Comments

Er sykursýki faraldur 21. aldarinnar? Lionshreyfingin á Íslandi og Samtök sykursjúkra Efna til málþings um sykursýki í tengslum við Alþjóðadag sykursjúkra 14. nóvember . Málþingið verður haldið miðvikudaginn 13.nóvember í Snæfelli á II hæð Hótel Sögu klukkan 17:00 – 19:00

  • Setning Fjölumdæmisstjóri Lions á Íslandi Benjamín Jósefsson 17:10 • Ávarp Geir Gunnlausson, landlæknir
  • Kynning á Samtökum sykursjúkra Sigríður Jóhansdóttir formaður Samtaka sykursjúkra
  • Kynning á Lionshreyfingunni og verkefnum hennar, Guðrún Björt Yngvadóttir • Rafn Benediktsson yfirlæknir innkirtlalækninga á LSH fjallar um sykursýki. Reynslusögur:
  • Ég er með sykursýki , Gunnar Vilbergsson Lionsklúbbi Grindavíkur og sykursýkisfulltrúi í Lionsumdæmi 109A.
  • Ég á barn með sykursýki, Inga Heiða Heimisdóttir varaformaður Dropans styrktarfélags barna með sykursýki
  • Fundarslit Fundarstjóri Fríða Bragadóttir framkvæmdastjóri Samtaka sykursjúkra

Málþing um sykursýki

By | Fréttir | No Comments

Samtök sykursjúkra og Lions-hreyfingin á Íslandi munu efna til málþings um sykursýki í tengslum við alþjóðadag sykursjúkra, sem eins og allir vita er haldinn hátíðlegur 14.nóvember á hverju ári. Málþingið fer fram á Hótel Sögu, miðvikudaginn 13.nóvember kl.17-19. Meðal þeirra sem flytja erindi verða m.a.: Rafn Benediktsson, yfirlæknir innkirtlalækninga á LSH; Geir Gunnlaugsson, landlæknir; Fjölumdæmisstjóri Lions á Íslandi, Benjamín Jósefsson; Sigríður Jóhannsdóttir, formaður samtaka sykursjúkra og fleiri. Dagskráin verður nánar auglýst þegar nær dregur. Hvetjum alla til að fjölmenna!