Monthly Archives

January 2014

Fyrirlestur um lífsgæði og kynlíf langveikra

By | Fréttir | No Comments

Samtök sykursjúkra, Félag nýrnasjúkra, LAUF-félag flogaveikra og FAAS-félag aðstandenda fólks með alzheimer og skylda sjúkdóma bjóða í sameiningu félagsmönnum sínum og öðrum áhugasömum að koma og heyra Fyrirlestur um lífsgæði og kynlíf langveikra Grand Hótel Þriðjudag 28. janúar kl. 20:00 – 21:30. Fyrirlesari:Jóna Ingibjörg Jónsdóttir, hjúkrunarfræðingur og sérfræðingur í klínískri kynfræði (NACS) og starfsmaður verkefnisins Kynlíf og veikindi. Lífsgæði fela í sér ýmsa þætti og er kynlíf eitt af þeim. Það er ekki langt síðan það þótti ekki viðeigandi að ræða kynlíf við sjúklinga en í dag þykir eðlilegt að koma inn á þessi málefni. Vitað er að margskonar veikindi geta valdið ýmsum breytingum hjá fólki sem hafa áhrif á kynlíf einstaklinga. Margvíslegar lausnir eru í boði við þessháttar vanda. Gott kynlíf bætir líf okkar mikið. Það er full ástæða til að njóta þeirra gæða sem kynlíf veitir þó að veikindi eða aldur mæði okkur. Við hvetjum félagsmenn okkar til að mæta

Vantar þátttakendur í verkefni hjá Hreyfingu

By | Fréttir | No Comments

Kæru félagar, sérstaklega þau ykkar sem eru með sykursýki Samtök sykursjúkra og stöð 2 og Hreyfing ætla að fara af stað með verkefni og vantar þátttakendur á aldursbilinu 20 – 50 ára með sykursýki tegund 2. Hér eru smá upplýsingar um þátttöku í verkefninu.Þeir sem taka þátt í verkefninu: -fá þjálfun með þjálfara 2x í viku -fá ráðleggingar frá þjálfara um almenna hreyfingu aðra daga vikunnar -fá fáðleggingar næringarfræðings um hollt mataræði -fá mælingar á ástandi sínu fyrir/á meðan/ í lokin -verða með í þættinum Ísland í dag fjórum sinnum á þátttökutíma Verkefnið er í þrjá mánuði og því til mikils að vinna Öll þjálfun og þjónusta er alveg að kostnaðarlausu Þeir sem hafa áhuga hafi samband við Sigríði Jóhannsdóttur í sima 8961753 eða sent póst á diabetes@diabetes.is Vonast til að heyra frá ykkur sem fyrst