Monthly Archives

February 2014

Opið hús á skrifstofu félagsins 5.mars

By | Fréttir | No Comments

Við bjóðum félagsmönnum og öðrum áhugasömum í opið hús á skrifstofu félagsins miðvikudagskvöldið 5.mars n.k. Engin formleg dagskrá verður heldur ætlum við bara að hittast, kynnast, spjalla saman, fá okkur kaffi og með því og þið getið séð aðstöðu félagsins. Skrifstofan er staðsett að Hátúni 10b, húsi Öryrkjabandalagsins. Á húsinu eru þrír turnar, við erum í þeim sem næstur er Kringlumýrarbrautinni, þar uppi á níundu og efstu hæðinni. Opna húsið byrjar kl. 19,30 og stendur til kl.21,30 .

Ólympíukappinn Kris Freeman

By | Fréttir | No Comments

Einn af þeim sem nú etja kappi á Ólympíuleikunum í Sochi er Kris Freeman gönguskíðamaður frá Bandaríkjunum. Kris er líka með tegund 1 sykursýki, sem óneitanlega gerir það aðeins flóknara fyrir hann en suma aðra að æfa svo mikið sem menn þurfa að gera til að komast á Ólympíuleika. Hér er bloggsíða Kris: http://krisfreeman.net/ og hér eru Wikipedia upplýsingar um hann: http://en.wikipedia.org/wiki/Kris_Freeman