Monthly Archives

May 2014

Sumarnámskeið

By | Fréttir | No Comments

Öryrkjabandalag Íslands hefur ákveðið að veita nokkrum félagsmönnum aðildarfélaga ÖBÍ styrk til þátttöku í sumarskóla um Samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks (SRFF). Skólinn verður haldinn dagana 16. til 20. júní 2014 í Galway, á vesturströnd Írlands. ÖBÍ skorar á meðlimi aðildarfélaga að sækja um styrk til ferðarinnar. Í umsókn skal koma fram fullt nafn, aðildarfélag umsækjanda og stuttur rökstuðningur fyrir umsókn um styrkveitingu. Umsóknir skulu berast til Önnu Guðrúnar Sigurðardóttur á netfangið anna@obi.is fyrir 28. maí næstkomandi. Nánari upplýsingar veita Hrefna K. Óskarsdóttir, hrefna@obi.is og Sigurjón Sveinsson, sigurjon@obi.is á skrifstofu ÖBÍ.

Fordómar og mismunun gegn fötluðum og langveikum konum

By | Fréttir | No Comments

Fatlaðar og eða langveikar konur athugið! Rannsóknarsetur í fötlunarfræðum boðar til umræðufundar um ofbeldi gegn fötluðum og/eða langveikum konum. Á fundinum verður rætt um ofbeldi, fordóma og mismunun gegn fötluðum konum og aðgengi þeirra að stuðningi. Sagt verður frá niðurstöðum rannsóknar á ofbeldi gegn fötluðum konum sem Rannsóknarsetur í fötlunarfræðum er að gera. Það er ekki nauðsynlegt að hafa reynslu af ofbeldi eða vera með þekkingu á málefninu til að geta tekið þátt í umræðunum. Athygli er vakin á því að fundurinn er einungis ætlaður fötluðum og/eða langveikum konum en ekki mökum, öðrum aðstandendum eða starfsfólki (nema sem aðstoðarmenn). Fundurinn verður haldinn laugardaginn 17. maí kl. 11:00 – 14:00 í Háskóla Íslands, á Háskólatorgi í stofu H103 Táknmálstúlkur verður á staðnum Léttar veitingar Við hvetjum konur utan af landi til þess að mæta á fundinn. Hægt er að sækja um ferða- og dvalarstyrk með því að senda póst á Kristjönu Jokumsen, verkefnastjóra hjá Rannsóknasetri í fötlunarfræðum á krijok@hi.is eða hringja í síma 525-5440. Frekari upplýsingar um fundinn veitir Hrafnhildur Snæfríðar- og Gunnarsdóttir, verkefnastjóri hjá Rannsóknasetri í fötlunarfræðum, í síma 525-4176, vefpóstur hsg@hi.is. Skráning á vefsíðu Rannsóknaseturs í fötlunarfræði í Háskóla Íslands í síðasta lagi 15. maí.