Monthly Archives

September 2014

Sjálfsbjörg býður öllum að taka þátt í félagsstarfi sínu

By | Fréttir | No Comments

Félagsstarf Sjálfsbjargar á höfuðborgarsvæðinu veturinn 2014 – 2015. Í félagsheimili Sjálfsbjargar að Hátúni 12 ofanverðu. Skákin fer að byrja aftur og verður á mánudagskvöldum, sjá nánar á facebook síðu félagsins. Bingó er alltaf fyrsta og þriðja þriðjudagskvöld í hverjum mánuði og hefst kl. 19:30 Uno er alltaf annað og fjórða þriðjudagskvöld í hverjum mánuði og hefst kl. 19:30 Félagsvist er spiluð hjá okkur öll miðvikudagskvöld og er byrjað að spila kl. 18:30 Opið hús er alla fimmtudaga frá kl. 13:00 til 17:00 og er ýmislegt í boði, s.s. föndur, prjón, spil o.fl. Verkefnið Samvera og súpa er alla þriðjudaga frá kl. 11:30 til 13:00 en þar er í boði súpa, brauð, grænmeti og kaffi gegn vægu gjaldi. Félagsstarf Sjálfsbjargar er öllum opið, nánari upplýsingar má fá á síðu félagsins á Facebook eða hjá skrifstofu félagsins í síma: 551 7868 Skrifstofan er opin 10:00 til 14:00 alla virka daga. Markmiðið er: Gaman saman Allir velkomnir Stjórnin

Fræðslufundur

By | Fréttir | No Comments

Fræðslufundur Samtök sykursjúkra, Gigtarfélagið og Samtök psoriasis og exemsjúklinga standa fyrir fræðslufundi. Sigríður Eysteinsdóttir, næringarfræðingur, verður með fræðsluerindi um mataræði og Auður Ólafsdóttir, sjúkraþjálfari, verður með fræðsluerindi um hreyfiseðla. Staður: Grand hótel, Gullteigur Stund: 1. október kl: 19:30 19:30 Sigríður Eysteinsdóttir – „Hvað er hollt mataræði“ 20:00 Hlé 20:15 Auður Ólafsdóttir –„ Hreyfiseðlar“ Allir velkomnir

Gönguferðir í haust og vetur

By | Fréttir | No Comments

Gönguferðir haustið 2014 Gengið verður á sunnudögum kl 13: 00 14.september Vífilstaðarvatn Garðabæ ( við efra bílastæðið ) 28.september Korpúlfsstaðir 12.október Endurvinnslan Knarravogi 26.október Skautahöllin í Reykjavík ( Laugardalur ) 9.nóvember Grensáskirkja 23.nóvember Langholtskirkja 7.desember Hallgrímskirkja við skólavörðuholt Hittumst hress í gönguhópnum og tökum með okkur gesti. Kveðja Helga Eygló og Gönguhópurinn Helga Eygló Gsm 692-3715