Monthly Archives

November 2014

Jólafundurinn

By | Fréttir | No Comments

ÓLAFUNDUR SAMTAKA SYKURSJÚKRA Okkar árlegi og vinsæli jólafundur verður haldinn miðvikudaginn 3.desember næstkomandi og hefst kl.20 Dagskrá: Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir flytur hugvekju Einar Kárason rithöfundur les úr nýútkominni bók sinni Mjöll Hólm og félagar flytja skemmtilega tónlist Kaffiveitingar ALLIR VELKOMNIR!

Alþjóðadagur sykursjúkra

By | Fréttir | No Comments

Samtök Sykursjúkra hafa um árabil haldið hátíðlegan Alþjóðadag Sykursjúkra, hinn 14.nóvember. Þennan dag eru stórhýsi um allan heim lýst upp með bláu ljósi, en blár er litur IDF, Alþjóðasamtaka Sykursjúkra. Við hér á Íslandi munum lýsa upp Hörpu í fyrsta skipti og Höfða eins og undanfarin ár.Merki dagsins er blár hringur, sem táknar einingu allra þjóða í baráttunni við þann vágest sem aukin tíðni sykursýki er. Samtök sykursjúkra munu mæla blóðsykur ókeypis hjá viðskiptavinum Smáralindarinnar laugardaginn 15. nóvember milli klukkan 13-16. Einnig verða kynntar nýjar vörur er varða mælingar á blóðsykri, skráningar mælinga og fleira. Áætlaður fjöldi þeirra sem greindir hafa verið með sykursýki hér á landi er um 10.000 manns. Rannsóknir benda til að gera megi ráð fyrir að fyrir hvern greindan séu tveir aðrir sem ganga með sjúkdóminn án þess að vita af því. Þetta fólk verður samfélaginu mjög dýrt því sykursýki geta fylgt mjög alvarlegir, og þar með dýrir, fylgikvillar, svo sem æða-, tauga-, augn- og nýrnaskemmdir. Sykursýkin greinist þá hjá þessum einstaklingum þegar þeir leita læknis vegna áhrifa fylgikvillanna. Góðu fréttirnar eru hins vegar þær að hægt er að spyrna við fótum með öflugum forvörnum. Með því að hvetja almenning til heilbrigðari lífshátta má minnka þann gífurlega kostnað sem af þessum sjúkdómi hlýst, því vitað er að offita, hreyfingarleysi, streita, hátt kólesteról og hár blóðþrýstingur eykur verulega líkurnar á því að menn þrói með sér sykursýki af tegund 2.

Frá Kvennahreyfingu Öryrkjabandalags Íslands

By | Fréttir | No Comments

Heimsókn til Stígamóta fimmtudaginn 6. nóvember kl.16 Stígamót eru flutt að Laugavegi 170 í aðgengilegt húsnæði og hafa ráðið til starfa sérfræðing í málefnum fatlaðs fólks, Helgu Baldvinsdóttur Bjargardóttur. Fimmtudaginn 6. nóvember kl. 16 mun Helga taka á móti okkur og fræða okkur um starf Stígamóta og hlutverk hennar í því. Hún mun einnig ræða um kynferðisofbeldi, afleiðingar þess og fötlunartengt eða umönnunartengt ofbeldi. Allir velkomnir! Stýrihópurinn