Monthly Archives

January 2015

Ferðaþjónusta fatlaðra

By | Fréttir | No Comments

Ályktun aðalstjórnarfundar ÖBÍ, miðvikudaginn 14. janúar 2015, um akstursþjónustu Strætó. Aðalstjórn ÖBÍ krefst þess að sveitarstjórnir framfylgi þeim lögbundnu skyldum sem þeim ber er varðar ferðaþjónustu fatlaðs fólks. Eins og ferðaþjónustunni er nú fyrirkomið lítum við á að sú skerðing á ferðafrelsi og það þjónustuleysi og mistök sem eiga sér stað daglega séu brot á frelsi og mannréttindum fatlaðs fólks. Öryrkjabandalag Íslands – Nánari upplýsingar veitir Ellen Calmon, formaður ÖBÍ, í gsm. 694 7864.

Fræðslufundur um offitu og sykursýki T2

By | Fréttir | No Comments

Offita og fullorðinssykursýki Íslensk erfðagreining (ÍE) í samvinnu við Samtök sykursjúkra heldur opinn fræðslufund mánudaginn 26. janúar kl. 17:00 – 18:30 Í fyrirlestrasal ÍE, Sturlugötu 8 Erindi flytja: Ragnar Bjarnason, barnalæknir, Landspítala Rafn Benediktsson, lyflæknir, Landspítala Hilma Hólm, hjartalæknir, Landspítala og ÍE Kári Stefánsson, læknir og erfðafræðingur, ÍE Kaffiveitingar frá 16:30

Hreyfing er mikilvæg!!

By | Fréttir | No Comments

PARKINSONSSAMTÖKIN Á ÍSLANDI BJÓÐA TIL FUNDAR. Ingibjörg H. Jónsdóttir heldur fyrirlestur um mikilvægi hreyfingar fyrir heilsuna í Gullteigi á Grand Hóteli laugardaginn 17. janúar kl. 11.00. Ingibjörg er prófessor í hreyfingu og heilsu við Gautaborgarháskóla og forstöðumaður Streiturannsóknarstofnunar Gautaborgar. Að loknum fyrirlestrinum mun Auður Ólafsdóttir sjúkraþjálfari fjalla um virkni hreyfiseðla á Íslandi. Fyrirlesturinn er öllum opinn og ókeypis en fjöldi þátttakenda er takmarkaður og því er nauðsynlegt að skrá þátttöku á www.parkinson.is eða í síma 552-4440. Skráningu lýkur fimmtudaginn 15. janúar. Léttar veitingar í boði Parkinsonsamtakanna á Íslandi.