Monthly Archives

February 2015

Fræðslufundur Íslenskrar Erfðagreiningar

By | Fréttir | No Comments

FÍKN erfðir fíknar Opinn fræðslufundur mánudaginn 9. mars kl. 17:00 – 18:30 Í fyrirlestrasal Íslenskrar erfðagreiningar (ÍE), Sturlugötu 8 Erindi flytja: Þórarinn Tyrfingsson, læknir, SÁÁ Þorgeir Þorgeirsson, erfðafræðingur, ÍE Kári Stefánsson, læknir og erfðafræðingur, ÍE Kaffiveitingar frá 16:30 Íslensk erfðagreining í samstarfi við SÁÁ

Útivist fatlaðs fólks

By | Fréttir | No Comments

Þekkingarmiðstöð Sjálfsbjargar stendur fyrir fyrirlestri um möguleika fatlaðs fólks til að stunda útivist þann 16. febrúar næstkomandi klukkan 16:30. Verður fyrirlesturinn haldinn í sal Sjálfsbjargar á höfuðborgarsvæðinu , Hátúni 12, (Farið er sunnanmegin við húsið, það er sú hlið hússins sem snýr að Hátúni 10). Beth Fox mun kynna útivistarmöguleika fatlaðs fólks og segja frá því hvaða áhrif útivist getur haft. Beth hefur í tæp 30 ár unnið hjá National Sports Center for the Disabled, þar sem leitað er leiða til að allir sem áhuga hafa geti stundað útivist. Fyrirlesturinn fer fram á ensku. Anna Karólína Vilhjálmsdóttir, frá Íþróttasambandi fatlaðra, mun kynna hvernig staðan er hér á landi í útivistarmálum fatlaðs fólks. Frítt er á fyrirlesturinn og allir velkomnir en við biðjum fólk um að skrá sig hjá Þekkingarmiðstöð Sjálfsbjargar með því að senda tölvupóst á radgjafi@thekkingarmidstod.is eða með því að hringja í síma 5 500 118.

Sumarnámsstefnur fyrir ungmenni

By | Fréttir | No Comments

Umsókn um sumarnámsstefnur mennta- og menningarmálaskrifstofu bandaríska utanríkisráðuneytisins fyrir efnilegt ungt fólk á aldrinum 18-25 ára er nú opin. Sú nýbreytni er í ár að um tvær námsstefnur er að velja: fjallar önnur þeirra um umhverfisfræði og hin um félagslega frumkvöðlastarfsemi (e. social entrepeneurship). Námstefnurnar eru fimm vikur og fara fram í júní-júlí 2015. Allur kostnaður er greiddur fyrir þátttakendur (ferðir, uppihald, bækur, tryggingar ofl.). Fulbright-stofnunin á Íslandi mun tilnefna einn fulltrúa á hvora námsstefnuna. Þeir fulltrúar munu síðan keppa við fulltrúa annarra landa um takmarkaðan fjölda sæta á námsstefnunum – sæti eru því ekki tryggð. Þeir sem tilheyra minnihlutahópi eða hafa glímt á árangursríkan hátt við krefjandi aðstæður af einhverju tagi njóta forgangs. Umsækjendur skulu sýna fram á leiðtogahæfni og áhuga á viðfangsefni námsstefnunnar. Athugið að aðeins er heimilt að sækja um aðra námsstefnuna. Umsóknareyðublöð og allar nánari upplýsingar má finna á vef okkar ( http://www.fulbright.is/namsmenn_til_bandarikjanna/summer_institute/ ). Umsóknarfrestur er til 2. mars 2015.

Opinn fundur Sérstakrar stjórnar Ferðaþjónustu fatlaðra með

By | Fréttir | No Comments

Kæru notendur Ferðaþjónustu fatlaðra Að frumkvæði Sjálfsbjargar landssambands fatlaðra hefur verið ákveðið að Hin sérstaka stjórn sem sett var yfir Ferðaþjónustu fatlaðra þann 5. febrúar sl. gefi notendum og/eða aðstandendum þeirra kost á að koma til fundar við stjórnina nk. miðvikudag. Fundardagur: 18. febrúar 2015 Fundartími: kl. 16:00 -18:00 Fundarstaður: félagsheimili Sjálfsbjargar á höfuðborgarsvæðinu, Hátúni 12, gengið inn að sunnanverðu í austurálmu Sjálfsbjargarhússins. Mikilvægt er fyrir stjórnina að heyra í notendum og taka mið af þeirra skoðunum í vinnu stjórnarinnar sem framundan er. Sjálfsbjörg hvetur alla notendur ferðaþjónustunnar og/eða aðstandendur þeirra til að sækja fundinn og greina frá reynslu sinni af ferðaþjónustunni. Á fundinum gefst einnig gullið tækifæri til að koma með tillögur til úrbóta á þjónustunni. Sjálfsbjörg landssamband fatlaðra

Málþing um menntun

By | Fréttir | No Comments

Er framhaldsskólinn fyrir alla? Menntun fatlaðs fólks – aðgengi og úrræði Fimmtudaginn 12. mars 2015, kl. 12.30 – 16.00 Grand Hótel Reykjavík Öryrkjabandalag Íslands, Landssamtökin Þroskahjálp og Rannsóknasetur í fötlunarfræðum bjóða til málþings um aðgengi fatlaðra ungmenna að menntun. Málþingið er ætlað öllu áhugafólki um efnið, framhaldskólanemendur, bæði fatlaðir og ófatlaðir, eru sérstaklega hvattir til að mæta.