Monthly Archives

March 2015

Aðalfundurinn

By | Fréttir | No Comments

Aðalfundur Samtaka sykursjúkra var haldinn í gærkvöldi á Grand Hóteli við Sigtún. Helstu fréttir af honum eru þær að stjórnin var öll endurkjörin og samþykktar voru breytingar á lögum félagsins skv tillögum stjórnar.

Gönguhópurinn

By | Fréttir | No Comments

Minnum á næstu ferðir gönguhópsins: 12.apríl – Grótta Seltjarnarnesi 26.apríl – Bensínstöðin Barðastöðum Grafarvogi Hittumst hress í gönguhópnum og tökum endilega með okkur gesti smile emoticon Kveðja Helga Eygló og Gönguhópurinn ( Helga Eygló – GSM: 692-3715 )

Tillögur að lagabreytingum, verða lagðar fyrir aðalfundinn þ

By | Fréttir | No Comments

Aðalfundur 2015. Tillögur stjórnar Samtaka sykursjúkra til breytinga á lögum félagsins. 3. grein Hljóðar nú svo: Tilgangur félagsins er m.a. að: a) Halda uppi fræðslu um sykursýki. b) Vinna að því að komið verði á fót sérhæfðri lækningastöð með sérmenntuðu starfsliði. c) Bæta félagslega aðstöðu sykursjúkra. Lagt er til að hún verði svohljóðandi: Tilgangur félagsins er m.a. að: a) Halda uppi fræðslu um sykursýki. b) Bæta félagslega aðstöðu sykursjúkra. c) Vinna að því að styrkja heilsugæslu, forvarnir og að styðja við starfsemi göngudeildar sykursjúkra á Landspítala Háskólasjúkrahúsi (LSH). 8.grein Hljóðar nú svo: Til almennra félagsfunda boðar stjórnin, þegar henni þykir þurfa, þó eigi sjaldnar en tvisvar á ári. Enn fremur er stjórninni skylt að boða til félagsfundar, ef 2/3 félagsmanna óska þess og greina fundarefni. Boði félagsstjórnin ekki til fundar innan 14 daga eftir að henni barst krafan geta hlutaðeigandi félagsmenn sjálfir kvatt til fundar. Fundir eru lögmætir, ef þeir eru löglega boðaðir. Til fundanna skal boða bréflega. Einfaldur meirihluti ræður úrslitum mála á fundum félagsins, nema þar sem meiri munur er áskilinn í lögum þessum. Lagt er til að hún verði svohljóðandi: Til almennra félagsfunda boðar stjórnin, þegar henni þykir þurfa, þó eigi sjaldnar en tvisvar á ári. Enn fremur er stjórninni skylt að boða til félagsfundar, ef 2/3 félagsmanna óska þess og greina fundarefni. Boði félagsstjórnin ekki til fundar innan 14 daga eftir að henni barst krafan geta hlutaðeigandi félagsmenn sjálfir kvatt til fundar. Fundir eru lögmætir, ef þeir eru löglega boðaðir. Til fundanna skal boða rafrænt með minnst viku fyrirvara. Einfaldur meirihluti ræður úrslitum mála á fundum félagsins, nema þar sem meiri munur er áskilinn í lögum þessum. 9.grein Hljóðar nú svo: Stjórn félagsins skal skipuð 7 mönnum, kosnum á aðalfundi . Stjórnin skiptir með sér verkum þannig að úr sínum hópi kýs hún formann, varaformann, ritara , gjaldkera og meðstjórnendur. Kosningin gildir til eins árs í senn. Einn stjórnarmaður skal vera fulltrúi frá Foreldrafélagi sykursjúkra barna. Stjórnin skal koma saman til fundar a.m.k. mánaðarlega og skal hún halda sérstaka gerðarbók. Að öðru leyti kveður stjórnarformaður stjórnina til fundar, þegar honum þykir þörf og skylt er honum að boða til funda í stjórninni þegar þrír menn í henni óska þess. Lagt er til að hún verði svohljóðandi: Stjórn félagsins skal skipuð 5 mönnum, kosnum á aðalfundi . Stjórnin skiptir með sér verkum þannig að úr sínum hópi kýs hún formann, varaformann, ritara , gjaldkera og meðstjórnanda. Kosningin gildir til eins árs í senn. Æskilegt er að einn stjórnarmaður komi frá Dropanum, foreldrafélagi sykursjúkra barna. Stjórnin skal koma saman til fundar a.m.k. mánaðarlega og skal hún halda sérstaka gerðarbók. Að öðru leyti kveður stjórnarformaður stjórnina til fundar, þegar honum þykir þörf og skylt er honum að boða til fundar í stjórninni þegar þrír menn í henni óska þess. 10.grein Hljóðar nú svo: Lögum þessum verður ekki breytt nema á aðalfundi og séu að minnsta kosti 2/3 fundarmanna samþykkir breytingunum. Óheimilt er þó að breyta 3. gr. laga þessara um tilgang samtakanna og 11 gr. laganna varðandi ráðstöfun á eignum samtakanna, verði þau lögð niður. Lagt er til að hún verði svohljóðandi: Lögum þessum verður ekki breytt nema á aðalfundi og séu að minnsta kosti 2/3 fundarmanna samþykkir breytingunum. Óheimilt er þó að breyta ákvæði 11 gr. laganna varðandi ráðstöfun á eignum samtakanna, verði þau lögð niður.

AÐALFUNDUR!!

By | Fréttir | No Comments

AÐALFUNDUR Aðalfundur Samtaka sykursjúkra verður haldinn miðvikudaginn 25.mars 2015 kl.20 á Grand Hótel. Dagskrá: Hefðbundin aðalfundarstörf Tillaga að breyttu árgjaldi Lagabreytingar Kaffiveitingar að loknum aðalfundarstörfum ATH!!! Við minnum enn og aftur á mikilvægi þess að fólk sendi okkur netföng sín. Hér eftir verða ekki sendar út fréttir á pappír og því er mikilvægt að við höfum netföngin ykkar, svo þið fáið fréttir af viðburðum á vegum félagsins.

Vinir Dropans

By | Fréttir | No Comments

Frá Dropanum, styrktarfélagi barna og ungmenna með sykursýki Kæru Vinir Dropinn stuðlar að velferð barna og unglinga með sykursýki og vinnur að því að miðla fræðslu og veita stuðning foreldrum barna með sykursýki. Stærsta verkefni Dropans er að standa fyrir árlegum sumarbúðum, annars vegar fyrir börn og hins vegar fyrir unglinga með sykursýki. Allt starf félagsmanna í þágu Dropans er unnið í sjálfboðavinnu og er félagið því háð styrkjum frá velunnurum til að halda starfseminni áfram. Félagið er nú að fara af stað með verkefnið „Vinir Dropans” þar sem ömmum, öfum, frænkum og frændum, eða bara öllum sem vilja sýna málefninu stuðning býðst að styrkja félagið reglulega um fjárhæð að eigin vali. Sendir verða út greiðsluseðlar tvisvar sinnum á ári og er upphæðin valkvæð. Allur stuðningur er ómetanlegur, stór eða smár. Hafir þú áhuga á að gerast „Vinur Dropans” máttu senda okkur nafn, kennitölu, heimilisfang og styrkupphæð á dropinn@dropinn.is eða skrá þig með því að smella á tengilinn http://goo.gl/forms/A7dv1gNhGQ