Monthly Archives

May 2015

Stattu með taugakerfinu!

By | Fréttir | No Comments

Mænuskaðastofnun Íslands, SEM samtök endurhæfðra mænuskaddaðra, MS félagið, MND félag Íslands, Lauf félag flogaveikra, Heilaheill, Geðhjálp og Parkinsonfélagið óska eftir stuðningi íslensku þjóðarinnar við beiðni þeirra til aðalritara Sameinuðu þjóðanna, Ban Ki-moon, um að mæla fyrir því við fulltrúa aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna að þær samþykki að bæta við nýju þróunarmarkmiði sem snýr að því að efla rannsóknir á taugakerfinu og auka á þann hátt skilning á starfsemi þess. Við biðjum okkar fólk að styðja við félaga okkar í öðrum sjúklingasamtökum með því að fara á heimasíðu átaksins og skrifa undir áskorunina: http://taugakerfid.is/skrifa-undir/

Við flytjum!

By | Fréttir | No Comments

Samtök sykursjúkra flytja skrifstofu sína. Skrifstofan verður lokuð í tvær vikur, frá 11. til 22. maí, vegna flutninga. Ásamt sambýlisfólki okkar, 5 öðrum sjúklingafélögum, flytjum við í fallegt, nýuppgert pláss á jarðhæð í Hátúni 10. Þetta er sem sagt í sömu byggingu, en annar inngangur og á jarðhæð. Þegar við verðum búin að klára að flytja og gera allt fínt, þá auglýsum við þetta betur og bjóðum að sjálfsögðu okkar félögum að koma í heimsókn og skoða nýju, fínu aðstöðuna. Við vitum ekki alveg hvenær sími og nettenging verður komið í gagnið, svo best er á meðan að ná í okkur með því að senda okkur skilaboð á Facebook.