Monthly Archives

August 2015

Spennandi hlutastörf í vetur

By | Fréttir | No Comments

Sæl öll Það sárlega vantar aðstoðarfólk í vetur til þess að aðstoða fatlaða háskólanema í Háskóla Íslands. Auglýsing frá skólanum er hér fyrir neðan. Greitt er um 1800 kr á tímann fyrir þá sem hafa lokið háskólaprófi og rúmlega 1600 kr fyrir þá sem hafa ekki lokð háskólaprófi. Getur þú tekið að þér að gegna hlutverki aðstoðarmanns fyrir fatlaða háskólastúdenta í vetur? Aðstoðin getur falist í einhverjum af eftirtöldum þáttum: Aðstoð milli bygginga/kennslustofa. Aðstoð við innslátt verkefna. Yfirfara verkefni/ritgerðir með tilliti til framsetningar og stafsetningar. Aðstoð í tímum við glósugerð. Aðstoð við heimildaöflun á netinu eða á bókasöfnum. Aðstoð í verklegum tímum. Þeir sem hafa áhuga þurfa ekki að geta sinnt öllum framangreindum verkþáttum. Lengd vinnutíma er samkomulagsatriði, geta verið þrír til fjórir tímar í viku eða meira eftir atvikum. Vinnutíminn fylgir í meginatriðum stundatöflu viðkomandi nemanda. Ef þú hefur áhuga hafðu þá vinsamlegast samband í netfangið hdj@hi.is. Skráningin felur að sjálfsögðu ekki í sér neina bindingu fyrir þig heldur gefur það NSHÍ leyfi til að kanna hvort þú getir tekið að þér verkefni á tilteknum tímum. Bestu kveðjur, Magnús M. Stephensen Magnús M. Stephensen Náms og starfsráðgjöf Háskóla Íslands Student Counselling and Career Centre

Afsláttur á uppistand Josh Blue

By | Fréttir | No Comments

Jón Gunnar Geirdal, sá sem sér um að fá Josh Blue til Íslands, býður félagsmönnum í aðildarfélögum ÖBÍ (Samtök sykursjúkra eru aðilar að ÖBÍ) afslátt á uppistand Josh sem verður föstudaginn 4 september kl. 20.00 í Háskólabíó. Sjá nánar upplýsingar um Josh á slóðinni: http://www.mbl.is/…/…/08/16/myndi_ekki_skipta_fotluninni_ut/ Leiðbeiningar til að virkja afsláttinn: Farið á www.midi.is Hvernig nota ég afsláttinn? Smelltu á græna Kaupa miða takkann, veldu þér miða til kaups og í reitinn “Ertu með afsláttarkóða“ í skrefi #3 sláðu þá inn eftirfarandi: joshkomedy Smelltu á „Virkja“ og þá sérðu að afslátturinn kemur inn um leið. ATH: Staðfestið EKKI greiðslu fyrr en afsláttur er sýnilega orðinn virkur. Grínistinn Josh Blue skemmtir hér á landi föstudagskvöldið 4.september í Háskólabíói – þessi einstaki uppistandari sigraði Last Comic Standing á NBC árið 2006 og hefur síðan þá ferðast um heiminn með óborganlegt uppistand sitt.Josh Blue er fatlaður grínisti og gerir óspart grín að fötlun sinni, viðbrögðum samfélagsins við fötlun sinni og annarra og brýtur þannig niður staðalmyndir um fatlað fólk og salurinn öskrar af hlátri með honum. Grín-sýning hans er í stöðugri þróun og engar tvær sýningar eru eins hjá einum albesta uppistandara heims – og eiga íslenskir grín-aðdáendur því von á góðu þetta föstudagskvöld í Háskólabíói þegar hann mætir með Palsy on Ice Tour uppistandið.

Gönguhópurinn

By | Fréttir | No Comments

Minnum á gönguhópinn, góð hreyfing í góðum félagsskap. Næsta ganga verður fimmtudaginn 13.ágúst. Nánari upplýsingar hér á síðunni, undir flipanum “Gönguferðir”