Monthly Archives

September 2015

HAUSTFERÐ!!

By | Fréttir | No Comments

HAUSTFERÐ SAMTAKA SYKURSJÚKRA Okkar sívinsæla haustferð verður farin laugardaginn 19.september n.k. og við förum á Langjökul. Verð: kr. 6000, en frítt fyrir börn 12 ára og yngri. (ATH! Enginn posi, koma með reiðufé.) Farið frá: Bílaplaninu í Hátúni 10. Tímasetningar: Lagt af stað kl.9 – vinsamlega mætið ekki seinna en 8,45. Áætlað er að koma tilbaka til Reykjavíkur um kl.21,30. Keyrt verður austur að Gullfossi og Geysi, gert stutt stopp við Gullfoss, haldið upp á jökulinn og stoppað þar ca 3 klst. Hægt verður að leigja sér vélsleða, það verður fólk að borga sjálft, og kostar kr.13.500 (á mann) fyrir 1 klst, 2 saman á sleðanum. Gert er ráð fyrir að borða nesti uppi á jöklinum. Stutt stopp á Gullfossi þegar komið er niður. Síðan ekið að Geysi og þar býður félagið upp á kvöldverð. Að skrá sig í ferðina: Nauðsynlegt er að skrá sig í ferðina í síðasta lagi að kvöldi mánudagsins 14.september. ATH! Takmarkaður fjöldi, svo best er að skrá sig sem fyrst. Best er að senda tölvupóst í netfang: diabetes@diabetes.is eða senda einkaskilaboð í gegnum Facebook-síðu félagsins, og gefa upp nafn, símanúmer og fjölda fullorðinna/barna. Einnig er hægt að hringja í síma 562-5605 á opnunartíma skrifstofunnar, hún er opin þriðjudaga og fimmtudaga kl.10-12. Hvað þarf að hafa með: Í ferðinni er einungis boðið upp á kvöldverð, því þarf fólk að hafa með sér nesti fyrir aðrar máltíðir dagsins. Einnig er áríðandi að fólk sé vel klætt, við erum að fara upp á jökul! Þeim sem leigja sér vélsleða verða skaffaðir gallar fyrir það. Sem sagt: reiðufé fyrir þátttökugjaldinu, hlý föt, nesti og góða ferðaskapið.

Þakkir til hlauparanna “okkar”.

By | Fréttir | No Comments

Hjartans þakkir til hugrökku og duglegu hlauparanna okkar sem styrktu félagið í Reykjavíkurmaraþoninu. Þau hér í borginni söfnuðu um 80þúsund krónum og Þóra Jóna Kemp Árbjörnsdóttir á Eskifirði safnaði þar kr.42.500,- Takk öll, þessir peningar munu nýtast vel í starfinu.