Monthly Archives

March 2016

Námskeið SÍBS, afsláttur fyrir okkar félagsmenn

By | Fréttir | No Comments

HAM við þunglyndi og kvíða Um námskeiðið: Almennt verð 68.900 kr. og 3.000 kr. afsláttur fyrir félagsmenn í aðildarfélögum SÍBS og Öryrkjabandalagsins. Staður og stund: SÍBS, Síðumúli 6 2.h. (lyfta), 108 Reykjavík, stofa 2. Mán. 4., 11., 18. & 25 og mið. 6., 13., 22. & 27. apr. kl. 16:30-18:30 (16 klst.) Lýsing: Á námskeiðinu er farið yfir helstu einkenni þunglyndis og kvíða og kynntar leiðir sem hafa reynst gagnlegar í að takast á við þunglyndi og kvíða. Umfjöllunarefni í tímunum er m.a. að setja sér markmið, að takast á við vandann, tilfinningalæsi, fimm þátta líkanið, hugsanaskekkjur, að breyta neikvæðum hugsunarhætti, atferlistilraunir, kjarnaviðhorf og lífsreglur, sjálfsefling og ákveðni og að lokum bakslagsvarnir og fleiri leiðir. HAM-bók Reykjalundar (www.ham.reykjalundur.is) er innifalin í námskeiðsverðinu. Hentar fyrir einstaklinga sem eru að glíma við þunglyndi eða kvíða. Leiðbeinandi er Inga Hrefna Jónsdóttir, sálfræðingur á Reykjalundi.

Námskeið SÍBS, afsláttur fyrir okkar félagsmenn

By | Fréttir | No Comments

HAM – Núvitund eftirfylgd Um námskeiðið: Almennt verð 64.900 kr. og 3.000 kr. afsláttur fyrir félagsmenn í aðildarfélögum SÍBS og Öryrkjabandalagsins. Staður og stund: SÍBS, Síðumúli 6 2.h. (lyfta), 108 Reykjavík, stofa 2. Þri. 5., 12., 19. & 26. apr. & 3., 10., 17. & 24. maí kl. 16:45-18:45 (16 klst.) Lýsing: Hugræn atferlismeðferð byggð á núvitund (Mindfulness-Based Cognitive Therapy, MBCT) og hefur sýnt góðan árangur í að viðhalda bata. Hentar fyrir þá sem hafa farið í gegnum hugræna atferlismeðferð (HAM), einstaklings- eða hópmeðferð. Leiðbeinandi er Anna Kristín Þorsteinsdóttir hjúkrunarfræðingur á geðheilsusviði Reykjalundar.

Námskeið SÍBS, afsláttur fyrir okkar félagsmenn

By | Fréttir | No Comments

Betra líf án tóbaks Um námskeiðið: Almennt verð 24.900 kr. og 3.000 kr. afsláttur fyrir félagsmenn í aðildarfélögum SÍBS og Öryrkjabandalagsins. Staður og stund: SÍBS, Síðumúli 6 2.h. (lyfta), 108 Reykjavík, stofa 1. Mán. 4., 11. og 18. apr. kl. 16:30-18:30 Lýsing: Á námskeiðinu verður farið í tengsl reykinga og annarrar tóbaksneyslu við sjúkdóma. Með sjónarmið lýðheilsu í huga verður fjallað um ávinning af því að segja skilið við tóbak, gerðar mælingar á fráblæstri, rætt um bjargráð við fráhvarfseinkennum og mikilvægi þess að horfa fram á veginn. Námskeiðið verður í formi fyrirlestra, samtals og verkefnavinnu. Leiðbeinendur eru Guðbjörg Pétursdóttir og Jónína Sigurgeirsdóttir hjúkrunarfræðingar á Reykjalundi.

Aðalfundur Samtaka sykursjúkra

By | Fréttir | No Comments

Í gær 30.mars var haldinn aðalfundur félagsins. Kjörnir voru þrír nýjir menn í stjórn, og er hún nú svo skipuð: Sigríður Jóhannsdóttir, Ómar Geir Bragason, Valgeir Jónasson, Jón Páll Gestsson og Sveinn Goði.

Ráðstefna um sykur, fitu og nútíma mataræði

By | Fréttir | No Comments

“Foodloose: Ráðstefna um sykur, fitu og nútíma mataræði – rúmlega 45% afsláttur fyrir félagsmenn Samtaka sykursjúkra” Hvað ef það sem við höfum haldið um mataræði, offitu og lífsstílssjúkdóma er rangt? Það hefur ekki örugglega farið framhjá neinum að það er að hellast yfir okkur faraldur krónískra sjúkdóma með offitu, sykursýki og hjarta- og æðasjúkdóma í fararbroddi. Þessi þróun hófst fyrir alvöru fyrir nokkrum áratugum og hefur haldið áfram þrátt fyrir tilraunir stjórnvalda um allan heim til að stemma stigu við vandanum. Hin almenna sýn á mataræði og heilbrigði hefur einfaldlega verið sú að einstaklingar þurfi einfaldlega að borða færri kaloríur, helst í formi minni fitu, og hreyfa sig meira til að halda sér heilbrigðum og í kjörþyngd. Reynsla margra og rannsóknir síðustu ára benda hins vegar til þess að málið sé ekki svona einfalt – að þetta sé ekki bara spurning um hvað líkaminn geri við matinn (orkuna), heldur hvað maturinn gerir líkamanum: mismunandi matvæli hafa mismunandi áhrif á hormón og efnaskipti líkamans. Þann 26. maí nk verður haldin heilsdagsráðstefna í Eldborgarsal Hörpunnar sem tekur þessi mál fyrir. Félagsmenn Samtaka sykursjúkra fá 45% afslátt af ráðstefnugjaldi. Við skráningu sláið þið einfaldlega inn kóðann ‪#‎FL2016BHEALTHY og mun þá afslátturinn sjálfkrafa koma inn. Minnum einnig á stéttarfélagsstyrki. Á mælendaskrá eru heimsþekktir fyrirlesarar, m.a.: Gary Taubes meðstofnandi Nutrition Science Initiative og höfundur “Why We Get Fat” Tim Noakes læknir og prófessor í íþróttavísindum og þjálfun við Cape Town háskóla í S-Afríku og höfundur ” The Real Meal Revolution” Aseem Malhotra, einn þekktasti hjartalæknir Breta, sem m.a. hefur verið leiðandi fyrir samtökin “Action On Sugar” sem vinna að því að koma böndum á sykurneysluna þar. Fundarstýra er Marianne Demasi, þáttastjórnandi í Catalyst, vinsælasta vísindaþætti í ástralska sjónvarpinu og verndari ráðstefnunnar er Dorrit Moussaieff, forsetafrú Íslands. Ýmsir vinklar verða skoðaðir, þám: Hvers vegna fitnum við? Hversu skaðlegur er sykur? Er mettuð fita slæm? Hvað vitum við um áhrif kólesteróls og insúlíns á hjartasjúkdóma? Hver eru áhrif lágkolvetnamataræðis eða grænmetisfæðis á líkamann? Hvað annað þurfum við að hugsa um til að viðhalda eigin heilbrigði og vellíðan? Þetta er mál sem varðar alla og enginn sem hefur áhuga á heilsu, sinni eigin eða annarra, ætti að missa af. Nánari upplýsingar um ráðstefnuna og skráningu að finna á www.foodloose.is

Astma og ofnæmissamtökin auglýsa eftir starfsmanni

By | Fréttir | No Comments

Astma- og ofnæmisfélögin á norðurlöndunum leita að starfsmanni verkefni (verktakavinna) er snýr að sameiginlegri norrrænni merkingu á vörum, til að mynda snyrtivörum og þvottaefni, bleyjum og málningu. Þetta er sambærilegt og hvert hinna norðurlandanna, nema Ísland, er að gera í dag. Hægt er að lesa um verkefnið og sækja um hér http://no.indeed.com/cmp/Norges-Astma-og-Allergiforbund-(Norwegian-Asthma-and-Allergy-Association)/jobs/Consultant-e1b2fa064da55f34?q=consultant og verður farið með allar umsóknir sem trúnaðarmál. Umsóknarfrestur er til 20/03/2016

Aðalfundur Samtaka sykursjúkra

By | Fréttir | No Comments

AÐALFUNDUR SAMTAKA SYKURSJÚKRA Verður haldinn miðvikudaginn 30.mars 2016 kl.19,30 í fundarsal félagsins að Hátúni 10, jarðhæð. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Kaffi og kleinur. Félagsmenn fjölmennið! Stjórnin.

Sumarskóli Sameinuðu Þjóðanna

By | Fréttir | No Comments

Sumarskóli um samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks verður haldinn dagana 20. – 24. júní 2016 á Írlandi. Öryrkjabandalag Íslands hefur ákveðið að veita nokkrum félagsmönnum aðildarfélaga bandalagsins styrk til þátttöku í hinum árlega sumarskóla um samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks (SRFF) í Galway sem er á vesturströnd Írlands. Skólinn verður að þessu sinni dagana 20. til 24. júní 2016. Er það þriðja árið í röð sem ÖBÍ styrkir fólk til þátttöku. ÖBÍ hvetur félagsmenn aðildarfélaganna til að sækja um styrk til ferðarinnar. Í umsókn skal koma fram fullt nafn, kennitala, aðildarfélag umsækjanda og stuttur rökstuðningur fyrir umsókn um styrkveitingu. Þeir sem hljóta styrk þurfa að vera Öryrkjabandalaginu innan handar við kynningu á samningnum síðar. Hver umsókn verður skoðuð með tilliti til ofangreindra þátta. Umsóknir skulu berast í síðasta lagi 31. mars næstkomandi til móttöku ÖBÍ á netfangið mottaka@obi.is Nánari upplýsingar veitir Þórný Björk Jakobsdóttir á skrifstofu ÖBÍ á netfanginu thorny@obi.is og í síma 530-6700.

By | Fréttir | No Comments

Næsti fræðslufundur Íslenskrar erfðagreiningar verður laugardaginn 5. mars um þróun mannsins og uppruna Íslendinga. Erindi flytja Agnar Helgason, erfðafræðingur, Bergsveinn Birgisson, rithöfundur og Kári Stefánsson, læknir og erfðafræðingur. Allir velkomnir