Monthly Archives

April 2016

Tilboð í fótaaðgerð framlengt út maí

By | Fréttir | No Comments

Vegna mikils áhuga hefur Rannveig ákveðið að framlengja þetta góða tilboð til okkar út maí, endilega nýtið ykkur þetta einstaklega góða verð. Tilboð í fótaaðgerð Tilboð fyrir félagsmenn í Samtökum sykursjúkra í Fótaaðgerð Mig langar til að bjóða félagsmönnum samtakanna fótaaðgerð á aðeins 5.000 kr út apríl. Það sem fótaaðgerðafræðingur gerir er að:

 • Greina fótamein og meðhöndlun þeirra, s.s. sigg, líkþorn, sprungin húð, vörtur, klippa,slípa og þynna þykkar neglur og meðhöndla inngrónar neglur.
 • Meðhöndlun á fótum sykursjúkra og gigtveikra.
 • Spangarmeðferð fyrir inngrónar neglur.
 • Hlífðarmeðferð.
 • Veita faglegar ráðleggingar.

Val á hentugum skófatnaði og leiðbeina með mikilvægi fótaæfinga. Sykursjúkir,gigtveikir og psoriassjúklingar eru í sérstökum áhættuhópi vegna fylgikvilla sinna sjúkdóma. Einnig má nefna íþróttafólk og alla þá sem eru undir miklu álagi með fætur sínar. Nauðsynlegt er að viðhalda heilbrigði fóta sinna með því að fara reglulega til fótaaðgerðafræðings. Verið velkomin. Rannveig Ísfeld Löggildur fótaaðgerðafræðingur Heilsu og fegurð 2.hæð (Turninum Kópavogi) Tímapantanir í síma 568-8850

Vorferð 14.maí 2016

By | Fréttir | No Comments

VORFERÐ, 14.maí 2016. Samtök sykursjúkra bjóða í vorferð í Hvalfjörðinn. Við förum laugardaginn 14.maí næstkomandi í Hvalfjörð, skoðum Hernámssafnið að Hlöðum og snæðum að því loknu saman hádegisverð, og erum að sjálfsögðu búin að panta gott veður. Ferðin er farin í samvinnu við LAUF – félag flogaveikra, sem er einn af sambýlingum okkar í Hátúninu. Mæting er við Hátún 10 kl.9,30 um morguninn og lagt verður af stað ekki síðar en kl.10. Nauðsynlegt er að skrá sig til þátttöku, með því að senda tölvupóst í netfang diabetes@diabetes.is , senda skilaboð gegnum Facebook síðu félagsins eða hringja í síma: 562-5605 á opnunartíma skrifstofu. Lokafrestur til að skrá sig er að kvöldi föstudagsins 6.maí. Gjald er kr.2000 fyrir fullorðna, ókeypis fyrir börn 12 ára og yngri, og verður fólk beðið að greiða gjaldið um leið og skráningin er móttekin. Allir eru velkomnir, takið með ykkur fjölskyldu og vini.

Ungliðar ÖBÍ

By | Fréttir | No Comments

Ungliðahreyfing ÖBÍ tók til starfa í ágúst á síðasta ári. Hópurinn hefur fundað reglulega og einnig haft kaffihúsahittinga. Hreyfingin er vettvangur fyrir fatlað/langveikt fólk á aldrinum 18 – 35 ára til að kynnast, hafa gaman og ekki síst til að vinna að þeim málum sem brenna á fólki. Hreyfingin er á Facebook https://www.facebook.com/groups/872373472843694/ Næsti fundur verður þriðjudaginn 3. maí kl.19 – 21 í Ólafsstofu ÖBÍ, „Kjaramálapælingar milli himins og jarðar. https://www.facebook.com/events/949297385183312/

Málþing ÖBÍ um greiðsluþátttöku í heilbrigðisþjónustu

By | Fréttir | No Comments

Öryrkjabandalag Íslands stendur fyrir opnu málþingi um greiðsluþátttöku í heilbrigðisþjónustu á Hilton Reykjavík Nordica þriðjudaginn 26. apríl kl. 13 til 16. Kostnaður almennings vegna heilbrigðisþjónustu hefur aukist umtalsvert á undanförnum árum og er mörgum þungur baggi. Við hvað á hámarkskostnaður sjúklinga að miðast? Hvaða kostnaður á að falla undir greiðsluþátttöku sjúklinga? Hversu mörg eiga greiðsluþátttökukerfin að vera? Á málþingi um greiðsluþátttöku í heilbrigðisþjónustu verða kynntar áherslur Öryrkjabandalags Íslands sem hafa verið settar fram í skýrsluformi og fjallað verður um frumvarp heilbrigðisráðherra um nýtt greiðslukerfi vegna heilbrigðisþjónustu sem lagt var fram á dögunum. Málþingið er tilvalið sem undirbúningur fyrir umsagnargerð, en skilafrestur á umsögn um frumvarpið er 2. maí nk. Dagskrá 13:00 Ávarp formanns Ellen Calmon formaður ÖBÍ 13:10 Áherslur ÖBÍ um kostnað sjúklinga Guðbjörg Kristín Eiríksdóttir formaður málefnahóps ÖBÍ um heilbrigðismál 13:40 Gjörbreytt greiðsluþátttaka sjúklinga – Nýtt greiðsluþátttökukerfi Margrét Björk Svavarsdóttir sérfræðingur hjá velferðarráðuneytinu 14:10 Nýtt greiðsluþátttökukerfi í heilbrigðisþjónustu Gunnar Alexander Ólafsson hagfræðingur 14:40 Kaffihlé 15:00 Pallborðsumræður 16:00 Málþingsslit Halldór Sævar Guðbergsson varaformaður ÖBÍ Rit- og táknmálstúlkun í boði. Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir

Árgjald 2016

By | Fréttir | No Comments

Kæru félagsmenn! Á næstu dögum verða sendir út greiðsluseðlar/kröfur í heimabanka fyrir félagsgjöldum 2016. Gjaldið er óbreytt frá í fyrra, 3000 krónur fullt gjald en 1500 krónur fyrir þá sem borga hálft gjald (lífeyrisþegar). Við væntum þess að félagar bregðist fljótt við og greiði gjaldið.

By | Fréttir | No Comments

Námssjóður Sigríðar Jónsdóttur – styrkumsókn 2016 Stjórn Námssjóðs Sigríðar Jónsdóttur og Öryrkjabandalag Íslands auglýsir hér með eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum. Umsóknarfrestur er til 9. maí næstkomandi. Umsóknareyðublað er á heimasíðu ÖBÍ www.obi.is. Eyðublöð fást einnig á skrifstofu Öryrkjabandalags Íslands, Sigtúni 42, Reykjavík. Styrkir eru veittir til:

 • Öryrkja til hagnýts náms, bóklegs eða verklegs, svo og til náms í hvers konar listgreinum.
 • Einstaklinga sem vilja sérhæfa sig til starfa í þágu fólks með þroskahömlun.

Styrkjum verður úthlutað 10. júní 2016. Allar nánari upplýsingar gefa Kristín Margrét Bjarnadóttir kristin@obi.is eða starfsmenn móttöku hjá ÖBÍ mottaka@obi.is og í síma 530 6700. Stjórn Námssjóðs Sigríðar Jónsdóttur

1. maí ganga ÖBÍ

By | Fréttir | No Comments

Kæru félagar, Við ætlum að hittast kl 11:00 í súpu í Sigtúni 42 á skrifstofu ÖBÍ þann 1. maí. Þeir sem ekki komast í súpuna hitta okkur þá við við Hlemm kl. 13. Slagorð okkar í ár eru: Fæði, klæði, húsnæði fyrir alla! Við hvetjum ykkur sem flest til að mæta og bjóðið með vinum og fjölskyldu – börn eru sérstaklega velkomin. Við munu dreifa buffum í ár líkt og síðastliðin ár, þau verða með litríkum barnateikningum af fæði, klæði og húsnæði líkt og sést á mynd viðburðarins. Krafan okkar í ár er, líkt og slagorðin gefa til kynna, að allir eigi klæði, nóg að bíta og brenna og hafi þak yfir höfuðið. 6.100 börn á Íslandi líða skort og eiga einungis eitt skópar sem passar, fái hvorki kjöt né grænmetismáltið daglega eða búa í viðunandi húsnæði. Þetta eru þættir sem okkur þykja ólíðandi í íslensku samfélagi. Börn tekjulágra foreldra og börn sem eiga foreldra sem eru örorkulífeyrisþegar búa við mestan skort. Ef þú vilt mótmæla þessu ástandi – ef þú vilt breyta þessu, gakktu þá eða rúllaðu með okkur þann 1. maí. Okkur vantar einnig sjálfboðaliða sem eru til í að dreifa buffum og eða skiptast á að bera forgönguborðann í göngunni sem er létt og skemmtilegt verk Endilega látið Sigríði Hönnu vita ef þið getið tekið þátt í því verkefni, netfang hennar er sigridur@obi.is Ég hlakka til að sjá ykkur sem flest! Baráttukveðjur, Ellen

Tilboð í fótaaðgerð

By | Fréttir | No Comments

Tilboð fyrir félagsmenn í Samtökum sykursjúkra í Fótaaðgerð Mig langar til að bjóða félagsmönnum samtakanna fótaaðgerð á aðeins 5.000 kr út apríl. Það sem fótaaðgerðafræðingur gerir er að:

 • Greina fótamein og meðhöndlun þeirra, s.s. sigg, líkþorn, sprungin húð, vörtur, klippa,slípa og þynna þykkar neglur og meðhöndla inngrónar neglur.
 • Meðhöndlun á fótum sykursjúkra og gigtveikra.
 • Spangarmeðferð fyrir inngrónar neglur.
 • Hlífðarmeðferð.
 • Veita faglegar ráðleggingar.

Val á hentugum skófatnaði og leiðbeina með mikilvægi fótaæfinga. Sykursjúkir,gigtveikir og psoriassjúklingar eru í sérstökum áhættuhópi vegna fylgikvilla sinna sjúkdóma. Einnig má nefna íþróttafólk og alla þá sem eru undir miklu álagi með fætur sínar. Nauðsynlegt er að viðhalda heilbrigði fóta sinna með því að fara reglulega til fótaaðgerðafræðings. Verið velkomin. Rannveig Ísfeld Löggildur fótaaðgerðafræðingur Heilsu og fegurð 2.hæð (Turninum Kópavogi) Tímapantanir í síma 568-8850

Reykjavík Startup Awards

By | Fréttir | No Comments

Þeir félagar Sigurjón og Guðmundur sendu okkur þessar línur: Medilync tilnefnt til Nordic Startup Awards Fyrirtækið Medilync sem og einn starfsmaður þess, var á dögunum tilnefnt til verðlauna á Nordic Startup Awards, sem er ein stærsta nýsköpunar keppnin á norðurlöndunum. Fyrirtækið er tilnefnt í flokknum „Best IoT Startup“ og Guðmundur Jón Halldórsson sem „CTO hero of the year“. Frestur til að kjósa er til 18. Apríl. Medilync vinnur nú hörðum höndum að nýrri lausn fyrir meðhöndlun á sykursýki og er fyrirtækið í fjármögnunarferli og því nóg að snúast. „Þetta er gríðar mikil viðurkenning fyrir okkur strákana því að fjárfestar og aðrir sem gætu viljað í samstarf með okkur eru að fylgjast með keppnum sem þessari. Það er vert að benda á að fólk getur veitt okkur atkvæði, ef það líkar það sem við erum að gera. Þannig er að atkvæði almennings telja á móti dómnefndar og því hvet ég þá sem hafa áhuga að fara á vef Nordic Startup Awards og velja Country „Iceland“ og svo Category „Best IoT startup“ og þá kemur logoið okkar upp. Þá er bara smellt á „vote“ hnappinn en viðkomandi þarf að vera skráður á Facebook til að geta gefið atkvæði. Þá má einnig smella atkvæði á Guðmund Jón í Category „CTO hero of the year“ en Gummi á þá tilnefningu svo sannarlega skilið. Það er óskandi að þessi viðurkenning opni augu fjárfesta um að við séum að gera eitthvað spennandi.“