Monthly Archives

February 2017

Nýjar leiðbeiningar landlæknis varðandi næringarmeðferð einstaklinga með sykursýki

By | Fréttir | No Comments

Fræðilegur bakgrunnur leiðbeininga fyrirnæringarmeðferð einstaklinga með sykursýki af tegund 2 er komin út og er vistaður á heimasíðu Rannsóknarstofu í næringarfræði: http://rin.hi.is/frett/2016-11-23/naeringarmedferd-einstaklinga-med-sykursyki-af-tegund-2

Samantektin byggir á erlendumleiðbeiningum frá Evrópu, Ástralíu og Bandaríkjunum en tekið hefur verið tillit til íslenskra aðstæðna þar sem við á, sem og niðurstaðna vinnustofu sem haldin var á Háskólatorgi Háskóla Íslands 7. apríl 2016 og athugasemda sem bárust í kjölfarið. Þessari samantekt er ætlað að vera fræðilegt yfirlit og stuðningur fyrir heilbrigðisstarfsfólk sem sinnir næringarmeðferð einstaklinga með sykursýki af tegund 2.

Námskeið SÍBS

By | Fréttir | No Comments

Minnum á mikið úrval vel útfærðra lífsstílsnámskeiða hjá SÍBS, okkar félagsmenn fá afslátt af námskeiðsgjaldinu.

http://sibs.is/fraedhsla#namskeid

Kynningarfundur um byggingu nýs Landspítala

By | Fréttir | No Comments

Kynningarfundur um Hringbrautarverkefnið – byggingu nýs spítala við Hringbraut

 

Öryrkjabandalag Íslands býður til kynningarfundar um Hringbrautarverkefnið, byggingu nýs Landspítala við Hringbraut.

 

Þar munu fulltrúar frá NLSH kynna verkefnið og sitja fyrir svörum um það sem framundan er.

 

Fundurinn verður haldinn í húsakynnum ÖBÍ – Sigtúni 42 í Reykjavík – mánudaginn 13. febrúar kl. 16-17:30.

 

Tekið er við skráningum á kynningarfundinn á póstfangið gudjon@obi.is

 

Hámarksfjöldi fundargesta er 50 manns og því er nauðsynlegt að fólk skrái sig.

 

Nýr Landspítali ofh. (NLSH) er opinbert hlutafélag sem hefur það að markmiði að standa að undirbúningi og útboðum vegna byggingar á nýjum Landspítala við Hringbraut í Reykjavík.

 

Eftir hrunið 2008 var horfið frá fyrri áformum um byggingu nýs sjúkrahúss við Hringbraut en verkefnið var endurvakið í nóvember 2009.

 

Fulltrúar frá NLSH munu gera grein  fyrir stöðu mála og svara þeim spurningum sem fundargestir kunna að hafa um næstu skref og hvernig uppbyggingin og verkefnið snúi að félögum í aðildarfélögum ÖBÍ.

Styrkir ÖBÍ v.verkefna sem tengjast hagsmunum fatlaðs fólks og öryrkja

By | Fréttir | No Comments

 

ÖBÍ veitir árlega sérstaka styrki til ýmissa hagnýtra verkefna sem tengjast hagsmunum fatlaðs fólks og öryrkja í samræmi við málefni, markmið og/eða stefnu ÖBÍ. Verkefni sem varða einstök aðildarfélög ÖBÍ falla ekki hér undir.

 

Hér með er auglýst eftir umsóknum. Umsóknarfrestur er til og með 15. mars nk.

 

Upplýsingar um styrkúthlutun liggur fyrir eigi síðar en 1. maí og verða nöfn styrkþega birt á heimasíðu ÖBÍ þegar úthlutun hefur farið fram.

  • Með umsókn skal fylgja fjárhags- og verkefnaáætlun með tímasetningum.
  • Framkvæmdastjórn ÖBÍ tekur ákvörðun um styrkveitingar og greiðslutilhögun.
  • Nöfn styrkþega verða birt á heimasíðu ÖBÍ þegar úthlutun hefur farið fram.

Styrkþegar þurfa að skila skýrslu við lok verkefnis um framkvæmd þess. Ef verkefnið hefur ekki farið fram áskilur ÖBÍ sér rétt til að krefjast endurgreiðslu styrkfjárhæðar innan árs miðað við áætluð lok verkefnis.

Nánari upplýsingar eru á heimasíðu ÖBÍ

http://www.obi.is/is/radgjof-og-thjonusta/styrkir

Einnig má hafa samband við afgreiðslu ÖBÍ á netfanginu mottaka@obi.is eða í síma 530-6700.