Monthly Archives

April 2017

1.maí kröfuganga ÖBÍ

By | Fréttir | No Comments

Frá skrifstofu ÖBÍ

Kæru félagar,

 

senn líður að 1. maí og er það málefnahópur um kjaramál sem hefur umsjón með deginum af okkar hálfu.

 

Yfirskrift okkar í kröfugöngunni verður að þessu sinni:

 

LÚXUS EÐA LÍFSNAUÐSYN?

Fátækt útilokar fólk frá samfélaginu

 

Vonandi komist þið sem flest í gönguna og ég hvet ykkur til að bjóða fjölskyldu og vinum að slást í hópinn.

Þetta er dagurinn okkar, alþýðunnar og verkalýðsins. Sýnum samstöðu og látum sjá okkur!

 

 

Okkur vantar gott fólk í liðið sem getur aðstoðað við að bera forgönguborðann og dreifa buffum á meðan á göngunni stendur, eða við Lækjartorg eða Ingólfstorg.

Þeir sem sjá sér fært um að aðstoða okkur eru vinsamlegast beðnir um að melda sig til Guðjóns Helgasonar samskiptastjóra en hann er með netfangið: gudjon@obi.is

 

Nýtt greiðsluþátttökukerfi vegna heilbrigðisþjónustu

By | Fréttir | No Comments

Upplýsingafundir um greiðsluþátttökukerfi í heilbrigðisþjónustu

 

Nýtt greiðsluþátttökukerfi í heilbrigðisþjónustu tekur gildi 1. maí nk. Þar eru sett þök á hámarksútgjöld fólk vegna þess heilbrigðiskostnaðar sem fellur undir kerfið. Markmið þess er fyrst og fremst að draga úr útgjöldum þeirra sem hafa umtalsverðan heilbrigðiskostnað, en kostnaður þeirra sem nota heilbrigðiskerfið lítið mun hins vegar hækka. Aldraðir og örorkulífeyrisþegar munu greiða að hámarki 46.467 kr. á tólf mánaða tímabili fyrir heilbrigðisþjónustu sem fellur undir kerfið, en þó aldrei meira en 16.400 kr. á mánuði.

Málefnahópur Öryrkjabandalags Íslands um heilbrigðismál (ÖBÍ) og Félag eldri borgara (FEB) bjóða til upplýsingafunda um nýja greiðsluþátttökukerfið. Á fundunum munu Erna Geirsdóttir og Ingveldur Ingvarsdóttir frá Sjúkratryggingum Íslands kynna nýja kerfið fyrir notendum og svara spurningum.

Meðal þess sem verður útskýrt er:

  • uppbygging kerfisins
  • hámarksgreiðslur einstaklinga
  • hvað fellur undir greiðsluþátttökukerfið
  • hvernig notendur geti áttað sig á sinni greiðslustöðu hverju sinni.

Fundur 1: Fundarsalur FEB, Stangarhyl 4. fimmtudaginn 27. apríl, kl. 13:30-15:30

Fundur 2: Hilton hótel Nordica, Suðurlandsbraut 2, fimmtudaginn 27. apríl, kl. 16:30-18:30.

Sömu upplýsingar verða kynntar á báðum fundum. Fundaraðstaðan er rýmri á fyrri fundinum, en aðgengi fyrir hreyfihamlað fólk er betra á seinni fundinum.