Monthly Archives

October 2017

Málþing um kjör lífeyrisþega

By | Fréttir | No Comments

Bætum kjör lífeyrisþega – málþing málefnahóps ÖBÍ um kjaramál

 

 

Málefnahópur ÖBÍ um kjaramál minnir á málþing sitt á Grand Hótel, miðvikudaginn 1. nóvember 2017 kl. 13-17 undir yfirskriftinni „Bætum kjör lífeyrisþega.“ Dagskrá málþingsins liggur nú fyrir.

 

Tími: Miðvikudagurinn 1. nóvember 2017 kl. 13-17

Staður: Grand hótel – Sigtúni 38 – 105 Reykjavík

Skráning á málþingið

Rætt verður um kjör lífeyrisþega frá ýmsum sjónarhornum.

 

Dagskrá

 

Ávarp: Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður ÖBÍ.

 

Skuldir – áhrif og úrlausnir: Ingunn Árnadóttir félagsráðgjafi hjá Umboðsmanni skuldara

 

Bætum kjör lífeyrisþega: Staðan og nokkrar tillögur að leiðum: María Óskarsdóttir málefnahópi ÖBÍ um kjaramál.

 

Galið kerfi: Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.

 

Örinnlegg frá örorkulífeyrisþegum: Ágústa Dröfn Guðmundsdóttir og Bára Halldórsdóttir

 

Nýkjörnum þingmönnum boðið að svara spurningunni: Hvað ætlar þinn þingflokkur að gera til að bæta kjör lífeyrisþega á kjörtímabilinu og hvenær?

 

Pallborðsumræður.

 

Lokaorð: Rósa María Hjörvar, málefnahópi ÖBÍ um kjaramál.

 

 

Fundarstjóri er Sigmundur Ernir Rúnarsson, fjölmiðlamaður.

Ungliðar í keilu

By | Fréttir | No Comments

Frá ungliðadeildinni:

KEILA KEILA KEILA!
Nú ætlum við ungliðar að skella okkur saman í keilu og pizzu, fimmtudaginn 26.október.
Þáttökugjald er 1500 kr á mann, en samtök sykursjúkra ætla að styrkja okkur og borga rest. Biðjum við ykkur því að mæta með pening eða með AUR appið svo hægt sé að borga allt í einni greiðslu. Innifalið er keila í 80 mín og delux pizzuhlaðborð.
Mæting kl 19:30.

Viðburðurinn er fyrir 18-30ish ára og þá sem eru með sykursýki týpu 1.

Hlökkum til að sjá ykkur sem flest.
Kveðja stjórnin

Jólafundur

By | Fréttir | No Comments

Hinn árlegi og sívinsæli jólafundur Samtaka sykursjúkra verður haldinn í Hásal, nýjum veislusal í Hátúni 10,  fimmtudaginn 30.nóvember næstkomandi kl.20.

Fundurinn verður haldinn sameiginlega með LAUF – félagi flogaveikra og Félagi nýrnasjúkra, sem bæði eru sambýlingar okkar hér í Hátúninu.

Nánari dagskrá verður auglýst síðar, en takið endilega daginn frá.

Ef þið viljið stinga upp á skemmtiatriði, eða eruð jafnvel sjálf með eitthvað, endilega sendið tölvupóst í netfangið diabetes@diabetes.is

Samtök sykursjúkra á ferð um Norðurland ásamt SÍBS

By | Fréttir | No Comments

SÍBS Líf og heilsa á Norðurlandi Vestra

SÍBS Líf og heilsa er forvarnaverkefni um heilbrigði og lífsstíl þar sem SÍBS ásamt HjartaheillSamtökum lungnasjúklinga og Samtökum sykursjúkra bjóða almenningi ókeypis heilsufarsmælingu í samstarfi við heilbrigðisstofnanir og sveitarfélög. Mældur er blóðþrýstingur, blóðfita, blóðsykur, súrefnismettun og fleira, auk þess sem þátttakendum er boðið að taka þátt í könnun um lífsstíl og heilsufar sem snertir á flestum áhrifaþáttum heilbrigðs lífs.

Boðið verður upp á heilsufarsmælingar á Norðurlandi Vestra 16.-18. október: 

Mánudagur 16. október 2017

kl. 09–12      Hvammstangi, heilsugæslan, Nestún 1
kl. 14–17      Blönduós, heilsugæslan, Flúðabakka 2

Þriðjudagur 17. október 2017
kl. 10–11       Hofsós, heilsugæslan, Suðurbraut 15
kl. 14–16       Skagaströnd, heilsugæslan, Ægisgrund 16

Miðvikudagur 18. október 2017
kl. 08–15        Sauðárkrókur, heilsugæslan, Sauðárhæðum

Heilsa er líkamleg, andleg og félagsleg vellíðan, en ekki einungis að vera laus við sjúkdóma og örorku. Fyrir einstaklinginn skiptir heilsan öllu. Langvinnir sjúkdómar valda næstum 9 af hverjum 10 dauðsföllum í okkar heimshluta, og tengjast þeir flestir lífsstíl. Forvarnir eru eina skilvirka leiðin til að stemma stigu við þessu. Að forða einum einstaklingi frá tíu ára sjúkdómsferli eða ótímabærum dauða skilar samfélaginu yfir 70 milljón króna sparnaði mælt í vergri landsframleiðslu á mann. Heilbrigði er því gríðarlegt hagsmunamál fyrir samfélagið

Til þess að kortleggja hvar aðgerða er þörf í forvarnamálum er samhliða mælingum á blóðgildum lögð fyrir könnun um heilsufar og lífsstíl sem tekur á helstu áhrifaþáttum langvinnra, lífsstílstengdra sjúkdóma.  SÍBS Líf og heilsa má þannig nota til að meta stöðuna í hverju sveitarfélagi, stofnun eða vinnustað fyrir sig. Um leið hlýtur hver einstaklingur innsýn í hvað betur megi fara í eigin heilsu og lífsstíl.

Viðeigandi aðlögun að vinnumarkaði

By | Fréttir | No Comments

Viðeigandi aðlögun á vinnumarkaði – Anna Lawson

 

 

Öryrkjabandalags Íslands býður til fundar um viðeigandi aðlögun á vinnumarkaði og starfsgetumat.

 

Tími: Föstudagurinn 13. Október 2017 kl. 13-15.

Staður: Hótel Reykjavík Natura, Nauthólsvegi 52, 101 Reykjavík

Skráning á viðburðinn

 

Aðalfyrirlesari: Anna Lawson, breskur lagaprófessor og sérfræðingur í viðeigandi aðlögun.

Nánari dagskrá auglýst innan tíðar hér.

 

 

Ung Diabetes Island

By | Fréttir | No Comments

Ungliðahópurinn okkar hefur nú opnað Facebook síðu, undir nafninu Ung Diabetes Island.

Við hvetjum allt ungt fólk með sykursýki til að skoða síðuna og “læka”, og fylgjast þannig með starfinu, og endilega að taka þátt!

https://www.facebook.com/ungdiabetesisland/

Starfsgetumat; staðan og næstu skref

By | Fréttir | No Comments

Öryrkjabandalag Íslands og VIRK starfsendurhæfingarsjóður standa fyrir umræðufundi um Starfsgetumat; stöðuna og næstu skref.

Hvar: Grand Hótel, Sigtúni 38, 105 Reykjavík.

Hvenær: Miðvikudaginn 4. október 2017 kl. 8:30-12:00

Aðgangur ókeypis en skráning fer fram hér

Dagskrá fundarins:

Ávarp
Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra

Comparison and Development of Work Ability assessment in Europe
(Þróun starfsgetumats í Evrópu)
Gert Lindenger, forseti EUMASS Evrópusamtaka tryggingalækna

Starfsgetumat – reynslan í öðrum löndum
Eiríkur Smith, fötlunarfræðingur

Starfsgetumat eða örorkumat?
Hans Jakob Beck, yfirlæknir VIRK

Virkt samfélag – tillögur ÖBÍ að heildstæðu kerfi starfsgetumats og framfærslu á grundvelli þess
Ellen Calmon, formaður ÖBÍ

Pallborðsumræður

Fundarstjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson.