Monthly Archives

May 2018

Allt í kerfi! málþing ÖBÍ

By | Fréttir | No Comments

Við vekjum athygli á málþingi ÖBÍ: Allt í kerfi? Sem haldið verður á Grand hóteli, þriðjudaginn 29. maí, kl 13-15. Þetta fjallar um reynsluna af nýju greiðsluþátttökukerfi í heilbrigðisþjónustu. Það verða spaðar á málþinginu. Emil Thoroddsen, Svandís Svavarsdóttr, Henný Hinz og Steingrímur Ari. Við fáum reynslu notanda af nýja kerfinu og umræður. Þetta verður eitthvað! Við ættum öll að mæta og hvetja sem flest til hins sama.

 

Skráning er á vef ÖBÍ: https://www.obi.is/is/utgafa/frettir/allt-i-kerfi

 

Vorferð!!! við förum laugardaginn 26.maí

By | Fréttir | No Comments

Okkar árlega og vinsæla vorferð verður að þessu sinni farin laugardaginn 26.maí.

Við gerum ráð fyrir að leggja af stað um kl.10 og vera komin aftur milli kl. 15 og 16.

Förum á Hvolsvöll og skoðum nýja safnið þar Lava Centre: https://lavacentre.is

Þar munum við einnig borða hádegisverð.

Eins og í fyrra verða félagar úr LAUF með okkur.

Verðið er það sama og í fyrra, kr. 2000 á mann en ókeypis fyrir börn yngri en 12 ára.

Skráning í netfang: diabetes@diabetes.is í síðasta lagi á hádegi þriðjudaginn 22.maí.