Monthly Archives

December 2018

Jólalokun skrifstofu

By | Fréttir | No Comments

JÓLA JÓLA JÓLA!!!
Við erum farin í jólafrí, opnum næst þriðjudaginn 8.janúar kl.10

Á meðan er hægt að senda skilaboð hér á facebook, eða senda okkur tölvupóst í diabetes@diabetes.is eða lesa skilaboð inn á símsvara í 562-5605. Skilaboð verða athuguð með nokkurra daga millibili.

Óskum félagsmönnum okkar og öðrum velunnurum gleði og friðar á jólum og þökkum samstarf á árinu sem er að líða.

Retina Risk appið, frítt fyrir alla sem vilja fylgjast með áhættu gagnvart augnsjúkdómum

By | Fréttir | No Comments

Retina Risk App – Áhættureiknir fyrir sykursjúka
Nýlega hefur verið sett á markað nýtt app, Retina Risk™, sem er reiknivél sem aðstoðar sykursjúka við að greina einstaklingsbunda áhættu þeirra á augnsjúkdómum og sjónskerðingu vegna sykursýki.
Um er að ræða byltingakennda tækninýjung sem er byggð á vísindalegum rannsóknum, bæði íslenskum og erlendum, þar sem 20.000 einstaklingar með sykursýki tóku þátt.
Retina Risk™ appið metur sjálfvirkt einstaklingsbundna áhættu sykursjúkra á því að fá augnsjúkdóm þar sem sjónin er í hættu (sighthreatning retinopathy). Hugbúnaðurinn reiknar einnig hvenær er skynsamlegt að einstaklingurinn komi aftur til augneftirlits í samræmi við einstaklingsbundna áhættu hvers og eins.

Appið hefur einnig að geyma almennan fróðleik varðandi sykursýki, augnsjúkdóma og aðra algenga fylgikvilla. Retina Risk™ appið er einstaklingsmiðað og einfalt í notkun.

Retina Risk appið er fáanlegt gjaldfrítt bæði fyrir iOS og Android í Apple Store og Google Play.

Fræðslukvöldi hjá Stuðningsneti sjúklingafélaganna frestað

By | Fréttir | No Comments

Heil og sæl

 

Ákveðið hefur verið að fresta fyrirhuguðu fræðslukvöldi stuðningsfulltrúa og aðildarfélaga Stuðningsnets sjúklingafélaganna sem átti að vera 13. desember kl. 17 í Síðumúla 6 þar sem Helga umsjónaraðili Stuðningsnetsins er að jafna sig eftir aðgerð. Við munum senda ykkur nýja tímasetningu um leið og hún liggur fyrir.

 

Óskum ykkur gleðilegra jóla. ?

 

Stjórn Stuðningsnetsins

Fríða, Sirrý og Stefanía