Monthly Archives

January 2019

Stóru línurnar

By | Fréttir | No Comments

Út er komið janúarhefti Fréttabréfs ÖBÍ. Við fjöllum um stóru línurnar í starfinu og reynum að gefa góða mynd af starfinu síðustu vikurnar. Óhætt er að segja að það hafi verið öflugt.

 

Áhersla formanns Öryrkjabandalags Íslands frá síðasta aðalfundi ÖBÍ hafa einkum falist í baráttu fyrir betri kjörum örorkulífeyrisþega. Þar ber hæst baráttu fyrir hækkuðum bótum almannatrygginga, afnámi krónu-á-móti-krónu skerðingarinnar og leiðréttingu svonefndra búsetuskerðinga.

 

Ítarlega er fjallað um þetta og fleiri mál í Fréttabréfi ÖBÍ en það má nálgast hér:

 

https://www.obi.is/is/utgafa/frettir/storu-linurnar

Stefna um hlutastörf hjá hinu opinbera fyrir fólk með skerta starfsgetu

By | Fréttir | No Comments

Forsætisráðherra tekur undir með ÖBÍ og Þroskahjálp og setur í gang vinnu við að móta stefnu um hlutastörf hjá hinu opinbera fyrir fólk með skerta starfsgetu.

 

Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður ÖBÍ, benti Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, á það á fundi fyrir helgi, að hið opinbera yrði að tryggja framboð hlutastarfa fyrir fólk með skerta starfsgetu. Katrín tók undir þetta. Hún hefur jafnframt lýst því opinberlega að hún muni setja í gang vinnu til að bæta úr og vill fá sveitarfélög til samstarfs. Hún segir einnig mikilvægt að atvinnurekendur taki þátt í þessu máli.

 

Ítarlega er fjallað um málið hér: https://www.obi.is/is/utgafa/frettir/vinna-sem-eg-mun-setja-af-stad-nuna

ÖBÍ auglýsir eftir 2 starfsmönnum vegna aðgengisátaks

By | Fréttir | No Comments

Öryrkjabandalag Íslands auglýsir eftir tveimur starfsmönnum í tímabundin hlutastörf við átaksverkefni á sviði aðgengismála á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni. Samanlagt er gert ráð fyrir 100% starfshlutfalli sem skiptist á milli starfsmanna eftir samkomulagi. Átaksverkefnið mun standa yfir í sex mánuði. Fatlað fólk/fólk með skerðingar er sérstaklega hvatt til að sækja um.

 

Ítarleg auglýsing hefur verið birt á vef ÖBÍ (https://www.obi.is/is/utgafa/frettir/adgengisatak-obi) og munu auglýsingar jafnframt birtast í blöðum.

Námskeið fyrir stuðningsfulltrúa (Stuðningsnet sjúklingafélaganna)

By | Fréttir | No Comments

Samtök sykursjúkra eru ásamt 14 öðrum sjúklingafélögum á bak við Stuðningsnet sjúklingafélaganna, sem byggir á jafningjastuðningi. Allar upplýsingar eru hér: www.studningsnet.is

Næsta námskeið fyrir þá sem vilja gerast stuðningsfulltrúar verður haldið mánudagana 11. og 18. febrúar næstkomandi.
(ATH! þetta er eitt námskeið sem er skipt á tvö kvöld)

Ef þú hefur áhuga á að styðja við aðra sem eru í sömu aðstæðum og þú ert í eða hefur verið í, sem einstaklingur með sjúkdóm eða aðstandandi slíks einstaklings, skráðu þig þá hér: http://studningsnet.is/studningsfulltruar/