Monthly Archives

March 2019

Aðalfundur Samtaka sykursjúkra

By | Fréttir | No Comments

Aðalfundur félagsins var haldinn mánudaginn 18.mars s.l.

Samþykktur var ársreikningur fyrir árið 2018 og stjórn félagsins var endurkjörin.

Í stjórn næsta árið sitja því: Sigríður Jóhannsdóttir, Karen Axelsdóttir, Jón Páll Gestsson, Valgeir Jónasson og Stefán Pálsson.

Fræðslufundur – 2.apríl kl.17,30

By | Fréttir | No Comments

Palmar-ProfillPálmar Ragnarsson, fyrirlesari og körfuboltaþjálfari, flytur erindið “Jákvæð samskipti og hugarfar”.

Fundurinn verður haldinn þriðjudaginn 2.apríl kl.17,30 í sal félagsins í Setrinu, Hátúni 10.

Pálmar Ragnarsson er fyrirlesari og körfuboltaþjálfari. Hann er líka með sykursýki T1, sem hann greindist með fyrir 11 árum, þá 23 ára gamall. Í erindi sínu mun hann fjalla m.a. um reynslu sína af lífinu með sykursýki og hvernig hann notar jákvætt hugarfar og markmiðasetningu til þess að láta hana ekki hafa slæm áhrif á líf sitt.

Hann hefur slegið í gegn með fyrirlestrum um jákvæð samskipti. Slíka fyrirlestra hefur hann flutt fyrir marga af stærstu vinnustöðum landsins, ýmis ráðuneyti og fleiri. Í fyrirlestrinum fjallar hann á skemmtilegan hátt um það hvernig við getum náð því besta úr fólkinu í kringum okkur með góðum samskiptum. Samhliða því tekur hann mörg skemmtileg dæmi af samskiptum barna á íþróttaæfingum og yfirfærir á hópinn auk þess sem hann segir frá niðurstöðum rannsóknar sem hann gerði á samskiptum á vinnustöðum á Íslandi í meistaranámi sínu í Háskóla Íslands.

 

Námskeið hjá göngudeild

By | Fréttir | No Comments

Göngudeild sykursýki á Landspítala hafði ráðgert námskeið nú í þessum mánuði, bæði fyrir fólk með T1 og fólk með T2 sykursýki.

Bæði námskeið falla nú niður vegna ónógrar þátttöku, þrátt fyrir að tugir manna hafi verið búnir að skrá sig á lista þar sem þeir óskuðu eftir að komast á námskeið. Það sem gerir þetta svo enn verra er sú staðreynd að þetta er alls ekki í fyrsta sinn sem þetta gerist.

Þetta er mjög miður, sérlega þar sem við hjá félaginu höfum lengi lagt mjög hart að fagfólkinu að auka við tilboð um fræðslu og stuðning við þau sem greinast.

Þau ætla að reyna aftur í haust og hvetjum við okkar fólk til að nýta sér þetta góða tilboð.

Málþing kjarahóps ÖBÍ

By | Fréttir | No Comments

Næstkomandi þriðjudag (19. mars) kl. 13-16 stendur Málefnahópur ÖBÍ um kjaramál fyrir málþinginu: Eru öryrkjar fólkið með breiðu bökin?

 

Við setjum lífskjör og réttlæti í fókus. Öflugir frummælendur fjalla um tekjur, jöfnuð, kjaragliðnun, skattbyrðina, Samning SÞ um réttindi fatlaðs fólks (SRFF) og fleira. Eftir að frummælendur hafa lokið máli sínu verða pallborðsumræður um efnið.

 

Við hvetjum ykkur öll til að mæta á Grand hótel á þriðjudaginn kl. 13. Þau ykkar sem ekki komast geta fylgst með beinni útsendingu á vef og Facebook síðu ÖBÍ. Eftir málþingið verður birt á vef ÖBÍ samantekt á erindum og pallborðsumræðum.

 

Dagskrá málþingsins er hér: https://www.obi.is/is/um-obi/vidburdir/malthing-malefnahops-obi-um-kjaramal

 

Aðalfundur Samtaka sykursjúkra 2019

By | Fréttir | No Comments

Aðalfundur Samtaka sykursjúkra verður haldinn mánudaginn 18.mars 2019 kl.17,30, í sal Setursins að Hátúni 10, jarðhæð.

 

Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf skv 7.gr laga félagsins.

 

Rétt til setu á fundinum hafa skuldlausir félagar.

 

Fundarstjóri mun í upphafi fundar auglýsa eftir tillögum til breytinga á lögum félagsins og skulu þær lagðar fram skriflega.

 

Kaffiveitingar.

 

Stjórnin.