All Posts By

frida

Aðalfundur Samtaka sykursjúkra

By | Fréttir | No Comments

Aðalfundur félagsins var haldinn mánudaginn 18.mars s.l.

Samþykktur var ársreikningur fyrir árið 2018 og stjórn félagsins var endurkjörin.

Í stjórn næsta árið sitja því: Sigríður Jóhannsdóttir, Karen Axelsdóttir, Jón Páll Gestsson, Valgeir Jónasson og Stefán Pálsson.

Fræðslufundur – 2.apríl kl.17,30

By | Fréttir | No Comments

Palmar-ProfillPálmar Ragnarsson, fyrirlesari og körfuboltaþjálfari, flytur erindið “Jákvæð samskipti og hugarfar”.

Fundurinn verður haldinn þriðjudaginn 2.apríl kl.17,30 í sal félagsins í Setrinu, Hátúni 10.

Pálmar Ragnarsson er fyrirlesari og körfuboltaþjálfari. Hann er líka með sykursýki T1, sem hann greindist með fyrir 11 árum, þá 23 ára gamall. Í erindi sínu mun hann fjalla m.a. um reynslu sína af lífinu með sykursýki og hvernig hann notar jákvætt hugarfar og markmiðasetningu til þess að láta hana ekki hafa slæm áhrif á líf sitt.

Hann hefur slegið í gegn með fyrirlestrum um jákvæð samskipti. Slíka fyrirlestra hefur hann flutt fyrir marga af stærstu vinnustöðum landsins, ýmis ráðuneyti og fleiri. Í fyrirlestrinum fjallar hann á skemmtilegan hátt um það hvernig við getum náð því besta úr fólkinu í kringum okkur með góðum samskiptum. Samhliða því tekur hann mörg skemmtileg dæmi af samskiptum barna á íþróttaæfingum og yfirfærir á hópinn auk þess sem hann segir frá niðurstöðum rannsóknar sem hann gerði á samskiptum á vinnustöðum á Íslandi í meistaranámi sínu í Háskóla Íslands.

 

Námskeið hjá göngudeild

By | Fréttir | No Comments

Göngudeild sykursýki á Landspítala hafði ráðgert námskeið nú í þessum mánuði, bæði fyrir fólk með T1 og fólk með T2 sykursýki.

Bæði námskeið falla nú niður vegna ónógrar þátttöku, þrátt fyrir að tugir manna hafi verið búnir að skrá sig á lista þar sem þeir óskuðu eftir að komast á námskeið. Það sem gerir þetta svo enn verra er sú staðreynd að þetta er alls ekki í fyrsta sinn sem þetta gerist.

Þetta er mjög miður, sérlega þar sem við hjá félaginu höfum lengi lagt mjög hart að fagfólkinu að auka við tilboð um fræðslu og stuðning við þau sem greinast.

Þau ætla að reyna aftur í haust og hvetjum við okkar fólk til að nýta sér þetta góða tilboð.

Málþing kjarahóps ÖBÍ

By | Fréttir | No Comments

Næstkomandi þriðjudag (19. mars) kl. 13-16 stendur Málefnahópur ÖBÍ um kjaramál fyrir málþinginu: Eru öryrkjar fólkið með breiðu bökin?

 

Við setjum lífskjör og réttlæti í fókus. Öflugir frummælendur fjalla um tekjur, jöfnuð, kjaragliðnun, skattbyrðina, Samning SÞ um réttindi fatlaðs fólks (SRFF) og fleira. Eftir að frummælendur hafa lokið máli sínu verða pallborðsumræður um efnið.

 

Við hvetjum ykkur öll til að mæta á Grand hótel á þriðjudaginn kl. 13. Þau ykkar sem ekki komast geta fylgst með beinni útsendingu á vef og Facebook síðu ÖBÍ. Eftir málþingið verður birt á vef ÖBÍ samantekt á erindum og pallborðsumræðum.

 

Dagskrá málþingsins er hér: https://www.obi.is/is/um-obi/vidburdir/malthing-malefnahops-obi-um-kjaramal

 

Aðalfundur Samtaka sykursjúkra 2019

By | Fréttir | No Comments

Aðalfundur Samtaka sykursjúkra verður haldinn mánudaginn 18.mars 2019 kl.17,30, í sal Setursins að Hátúni 10, jarðhæð.

 

Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf skv 7.gr laga félagsins.

 

Rétt til setu á fundinum hafa skuldlausir félagar.

 

Fundarstjóri mun í upphafi fundar auglýsa eftir tillögum til breytinga á lögum félagsins og skulu þær lagðar fram skriflega.

 

Kaffiveitingar.

 

Stjórnin.

Stóru línurnar

By | Fréttir | No Comments

Út er komið janúarhefti Fréttabréfs ÖBÍ. Við fjöllum um stóru línurnar í starfinu og reynum að gefa góða mynd af starfinu síðustu vikurnar. Óhætt er að segja að það hafi verið öflugt.

 

Áhersla formanns Öryrkjabandalags Íslands frá síðasta aðalfundi ÖBÍ hafa einkum falist í baráttu fyrir betri kjörum örorkulífeyrisþega. Þar ber hæst baráttu fyrir hækkuðum bótum almannatrygginga, afnámi krónu-á-móti-krónu skerðingarinnar og leiðréttingu svonefndra búsetuskerðinga.

 

Ítarlega er fjallað um þetta og fleiri mál í Fréttabréfi ÖBÍ en það má nálgast hér:

 

https://www.obi.is/is/utgafa/frettir/storu-linurnar

Stefna um hlutastörf hjá hinu opinbera fyrir fólk með skerta starfsgetu

By | Fréttir | No Comments

Forsætisráðherra tekur undir með ÖBÍ og Þroskahjálp og setur í gang vinnu við að móta stefnu um hlutastörf hjá hinu opinbera fyrir fólk með skerta starfsgetu.

 

Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður ÖBÍ, benti Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, á það á fundi fyrir helgi, að hið opinbera yrði að tryggja framboð hlutastarfa fyrir fólk með skerta starfsgetu. Katrín tók undir þetta. Hún hefur jafnframt lýst því opinberlega að hún muni setja í gang vinnu til að bæta úr og vill fá sveitarfélög til samstarfs. Hún segir einnig mikilvægt að atvinnurekendur taki þátt í þessu máli.

 

Ítarlega er fjallað um málið hér: https://www.obi.is/is/utgafa/frettir/vinna-sem-eg-mun-setja-af-stad-nuna

ÖBÍ auglýsir eftir 2 starfsmönnum vegna aðgengisátaks

By | Fréttir | No Comments

Öryrkjabandalag Íslands auglýsir eftir tveimur starfsmönnum í tímabundin hlutastörf við átaksverkefni á sviði aðgengismála á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni. Samanlagt er gert ráð fyrir 100% starfshlutfalli sem skiptist á milli starfsmanna eftir samkomulagi. Átaksverkefnið mun standa yfir í sex mánuði. Fatlað fólk/fólk með skerðingar er sérstaklega hvatt til að sækja um.

 

Ítarleg auglýsing hefur verið birt á vef ÖBÍ (https://www.obi.is/is/utgafa/frettir/adgengisatak-obi) og munu auglýsingar jafnframt birtast í blöðum.

Námskeið fyrir stuðningsfulltrúa (Stuðningsnet sjúklingafélaganna)

By | Fréttir | No Comments

Samtök sykursjúkra eru ásamt 14 öðrum sjúklingafélögum á bak við Stuðningsnet sjúklingafélaganna, sem byggir á jafningjastuðningi. Allar upplýsingar eru hér: www.studningsnet.is

Næsta námskeið fyrir þá sem vilja gerast stuðningsfulltrúar verður haldið mánudagana 11. og 18. febrúar næstkomandi.
(ATH! þetta er eitt námskeið sem er skipt á tvö kvöld)

Ef þú hefur áhuga á að styðja við aðra sem eru í sömu aðstæðum og þú ert í eða hefur verið í, sem einstaklingur með sjúkdóm eða aðstandandi slíks einstaklings, skráðu þig þá hér: http://studningsnet.is/studningsfulltruar/