All Posts By

frida

Umboðsmaður barna stofnar sérfræðihóp barna

By | Fréttir | No Comments

Í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna kemur fram að börn og unglingar eiga rétt á að láta skoðun sína í ljós og segja hvað þeim finnst. Þess vegna ætlar umboðsmaður barna að vera með sérfræðihópa fatlaðra og langveikra barna og unglinga. Þetta er gert til að umboðsmaður fái upplýsingar um það sem fötluðum og langveikum börnum og unglingum finnst mikilvægt og til að fá ábendingar þeirra og tillögur um það sem má gera betur.
Við erum að leita eftir þátttakendum í sérfræðihópana, strákum á aldrinum 12 til 15 ára og stúlkum á aldrinum 15 til 18 ára.
Ef þú hefur áhuga á að taka þátt eða ef þú vilt fá frekari upplýsingar um verkefnið hafðu þá samband við Hrafnhildi Snæfríðar- og Gunnarsdóttur, verkefnastjóra, í síma 525-4176 / 694-3264 eða sendu vefpóst á hsg@hi.is.
Einnig er hægt að hafa samband við umboðsmann barna í síma 800-5999 (gjaldfrjálst númer) eða með tölvupósti a ub@barn.is.
Við leitum sérfræðinga meðal fatlaðra barna og unglinga

Líf og heilsa á Austurlandi 11.-17.ágúst

By | Fréttir | No Comments

Samtök sykursjúkra, SÍBS, Samtök lungnasjúklinga og Hjartaheill halda áfram ferðum sínum um landið undir yfirskriftinni Líf og heilsa. Almenningi býðst þá að hitta fulltrúa félaganna og fá ókeypis heilsufarsmælingar og fræðslu. Að þessu sinni stendur til að heimsækja Austurland, og er dagskráin sem hér segir (staðsetning er auglýst á hverjum stað):

  • Höfn 11.08 kl. 13-17 (laugardagur)
  • Djúpivogur 12.08 kl. 10-13 (sunnudagur)
  • Breiðdalsvík 12.08 kl. 16-18 (sunnudagur)
  • Stöðvarfjörður 12.08 kl. 16-18 (sunnudagur)
  • Fáskrúðsfjörður 13.08 kl. 09-12 (mánudagur)
  • Eskifjörður 13.08 kl. 15-19 (mánudagur)
  • Reyðarfjörður 14.08 kl. 09-15 (þriðjudagur)
  • Norðfjörður 15.08 kl. 09-15 (miðvikudagur)
  • Egilsstaðir 16.08 kl. 09-15 (fimmtudagur)
  • Seyðisfjörður 17.08 kl. 09-13 (föstudagur)

 

Sumarlokun skrifstofu

By | Fréttir | No Comments

Við erum farin í sumarfrí, næst verður opið þriðjudaginn 7.ágúst kl.10-12.

Á meðan er hægt að lesa inn skilaboð á símsvara í númer: 562-5605 eða

senda okkur tölvupóst í netfangið: diabetes@diabetes.is

Allt í kerfi! málþing ÖBÍ

By | Fréttir | No Comments

Við vekjum athygli á málþingi ÖBÍ: Allt í kerfi? Sem haldið verður á Grand hóteli, þriðjudaginn 29. maí, kl 13-15. Þetta fjallar um reynsluna af nýju greiðsluþátttökukerfi í heilbrigðisþjónustu. Það verða spaðar á málþinginu. Emil Thoroddsen, Svandís Svavarsdóttr, Henný Hinz og Steingrímur Ari. Við fáum reynslu notanda af nýja kerfinu og umræður. Þetta verður eitthvað! Við ættum öll að mæta og hvetja sem flest til hins sama.

 

Skráning er á vef ÖBÍ: https://www.obi.is/is/utgafa/frettir/allt-i-kerfi