Category

Fréttir

Sumarfrí

By | Fréttir | No Comments

 

Þá erum við farin í sumarfrí. Opnum næst þriðjudag eftir verslunarmannahelgi.
Á meðan er hægt að senda okkur skilaboð á facebook, eða tölvupóst í diabetes@diabetes.is eða lesa inn skilaboð á símsvarann í númer 562-5605.

Göngudeildin flytur

By | Fréttir | No Comments

Innkirtladeildin/Göngudeild sykursjúkra er að flytja  á mánudaginn frá G3 á A3 (sama hæð). Hér er formleg tilkynning með nýju símanúmeri:

 

 

 

Við flytjum….. ekki langt…. enn í Fossvogi….. en á 3ju hæð

 

Göngudeild innkirtla- og efnaskiptasjúkdóma og göngudeild sykursjúkra flytur 19. júní 2017

 

Göngudeildir Innkirtladeildar flytja þann 19. júní nk. frá G-3 á þriðju hæð á A3 Göngudeild Lyflækninga sem er einnig á 3ju hæð.  Sem fyrr fara sjúklingar  í blóðprufu  á fyrstu hæð  á Rannsóknardeild.

Til þess að fara á göngudeildir þá er gengið inn um aðalinngang Landspítalans í Fossvogi og farið upp á 3ju hæð. Sé komið fyrst við á Rannsóknarstofu þá er hægt að taka lyftuna beint á 3ju hæð.

 

Vinsamlega gefðu þig fram við afgreiðslu  í skála og þér verður vísað áfram á göngudeild.

Svarað verður í síma frá kl. 08:00-16:00 virka daga og fær deildin nýtt símanúmer (frá 19. júní)  543-6040.

Við viljum benda á heimasíðu deildarinnar þar sem hægt er að óska eftir lyfjaendurnýjun, panta tíma og koma skilaboðum áleiðis til lækna:  www.landspitali.is/innkirtladeild Netfang innkirtladeildar er:  innkirtladeild@landspitali.is Við hlökkum til að taka á móti þér á nýjum stað og óskum þér alls hins besta.

 

Með kveðju

Starfsfólk Innkirtladeildar

Til foreldra barna með sykursýki, sem orðin eru 18 ára.

By | Fréttir | No Comments

Til foreldra barna með sykursýki, sem orðin eru 18 ára.

Sæl öll.

Hér hjá Samtökum sykursjúkra hefur vinnulagið verið þannig að þegar barn með sykursýki er skráð í félagið þá höfum við skráð barnið sem félagsmann, og rukkað félagsgjald á nafni barnsins. Foreldrar og forráðamenn hafa svo verið skráðir sem aukafélagar en ekki rukkaðir um félagsgjald. Þetta hefur verið gert til þess að barnið haldi örugglega áfram að vera skráð félagsmaður þó það verði fullorðið, og vegna þess að við viljum ekki rukka margfalt félagsgjald af sömu fjölskyldunni.

Við nýlega yfirferð kom í ljós að ansi mörg af börnunum okkar eru orðin 18 ára, og sum fyrir löngu! Því eru nokkuð margir foreldrar skráðir hjá okkur án þess að borga félagsgjald en eru þó ekki lengur forráðamenn barns með sykursýki.

Því biðjum við ykkur sem eigið börn sem orðin eru sjálfráða fullorðið fólk, að láta okkur vita hvort þið viljið láta taka nöfnin ykkar út af skrá, eða hvort þið viljið gerast fullgildir borgandi félagsmenn.

Sendið okkur endilega línu í netfangið: diabetes@diabetes.is

Kveðja frá skrifstofunni

FríðaTil fo

Vorferðin s.l. laugardag tókst afar vel

By | Fréttir | No Comments

 

Við þökkum öllum þeim sem komu með í vorferðina s.l. laugardag í þessu líka aldeilis dásamlega veðri. Fullt af fólki tók mikið af myndum og við biðjum um að fólk sendi okkur myndir í tölvupósti (diabetes@diabetes.is) eða skelli þeim á USB og komi með til okkar. Aldrei of mikið til af myndum, til að setja á heimasíðuna og í blaðið okkar.

Málþing um algilda hönnun

By | Fréttir | No Comments

Mannréttindi og algild hönnun

Hafa allir borgarbúar jafnan aðgang að upplýsingum, menningu, tómstundum, listum, sundlaugum, internetinu, bókasöfnum og stjórnsýslunni?

 

Þessum og fleiri spurningum verður velt upp á málþingi Reykjavíkurborg og Rannsóknarsetur í fötlunarfræðum, Landssamtökin Þroskahjálp og Öryrkjabandalag Íslands, Mannréttindi og algild hönnun þann 19. maí á Grand hóteli.

 

Dagskrá málþingsins

 

9:00 – Setning

 

9:15 – Hvað er algild hönnun?

Snæfríður Þóra Egilson, prófessor í fötlunarfræðum við Háskóla Íslands

 

9:30 – Equal right to Accessibility? Universal Design as a human rights issue

Inger Marie Lid, prófessor við VID háskólann í Stavanger aðalfyrirlesari

 

10:15 – Kaffi

 

10:35 – „Ég fæ alltaf svona aðgengiskvíða“: sálrænar afleiðingar af skorti á aðgengi í lífi fatlaðra kvenna

Freyja Haraldsdóttir, þroskaþjálfi og kynjafræðingur.

 

11:15 – Kynning á stefnumótun Reykjavíkurborgar í aðgengismálum

 

11:25 – Algild hönnun og aðgengi innan Reykjavíkurborgar

 

12:15 málþingslok

 

Málþing um sáttmála SÞ

By | Fréttir | No Comments
Hvaða þýðingu hefur Sáttmáli SÞ um réttindi fatlaðs fólks
fyrir þjónustu og starfsemi íslenskra sveitarfélaga?

Málþing haldið á Grand Hóteli í Reykjavík
þriðjudaginn 16. maí 2017 kl. 13:00 til 17:00
 
 

DAGSKRÁ:

13:00 – 13:15    Upphafsávarp
Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri í Hveragerði og í stjórn sambandsins

13:15 – 14:00    Tilurð og uppbygging Sáttmála SÞ um réttindi fatlaðs fólks
Rannveig Traustadóttir prófessor við Háskóla Íslands

14:00 – 14:45   Hvaða væntingar hef ég til míns sveitarfélags í ljósi sáttmálans?

Spurningunni svara í pallborði:
– Ragnar Gunnar Þórhallsson  Mosfellsbæ
– Þuríður Harpa Sigurðardóttir            Skagafirði
– Heiðdís Dögg Eiríksdóttir      Kópavogi
– Finnbogi Örn Rúnarsson         Reykjavík
– Rósa María Hjörvar                   Reykjavík
– Eymundur Lúter Eymundsson             Akureyri

14:45 – 15:00   Reynsla Hafnarfjarðarbæjar af innleiðingu sáttmálans
Guðlaug Kristjánsdóttir forseti bæjarstjórar Hafnarfjarðarbæjar og
formaður fjölskylduráðs

15:00 – 15:15    Áskoranir fyrir félagsþjónustu sveitarfélaga
Gunnar M. Sandholt félagsmálastjóri Sveitarfélagsins Skagafjarðar

15:15 – 15:40    Kaffihlé

15:40 – 16:15    Yfirlit um innleiðingu sáttmálans í Danmörku með fókus á sveitarfélögin
                              Maria Ventegodt Liisberg Department Director, Equal Treatment
Danish Institute for Human Rights (erindið verður flutt á ensku)

16:15 – 16:25     Sáttmálinn sem gátlisti og aðgerðaplan
Auðun Freyr Ingvarsson framkvæmdastjóri Félagsbústaða hf.

16:25 –  16:55   Umræður og fyrirspurnir

16:55 – 17:00   Málþingsslit
Málþingsstjórar eru Eva Þórdís Ebenezardóttir og Halldór Sævar Guðbergsson.

Málþingið er haldið í samvinnu Sambands íslenskra sveitarfélaga, Landssamtakanna Þroskahjálpar, Öryrkjabandalags Íslands og Rannsóknaseturs í fötlunarfræðum við Háskóla Íslands. Velferðarráðuneytið styrkir málþingið.

Skráning á vef sambandsins hér