Category

Fréttir

Hvatningarverðlaun ÖBÍ

By | Fréttir | No Comments

Frestur til að senda inn tilnefningar til Hvatningarverðlauna ÖBÍ rennur út næstkomandi föstudag, þann 15.september. sjá nánar: http://www.obi.is/is/utgafa/frettir/oskad-eftir-tilnefningum-til-hvatningarverdlaunanna

Áhugaverð ráðstefna

By | Fréttir | No Comments

Fyrir um það bil 100 árum gat venjulegur jarðarbúi ekki vænst þess að lifa mikið lengur en til fimmtugs. Í mörgum löndum í dag er meðalaldur kominn vel á 9. tug.

Á sama tíma hefur skapast annað vandamál.
Sá tími sem manneskjan lifir með sjúkdómum hefur lengst en langstærsti hluti þessara sjúkdóma eru lífsstílstengdir. Glötuðum góðum æviárum hefur því fjölgað, en í dag er áætlað að meðal Evrópubúinn eyði um 20-25% af ævi sinni við skerta heilsu.

Ásamt almennt vaxandi tíðni lífsstílssjúkdóma í öllum aldurshópum þýðir þetta að sjúkdómsbyrðin í samfélaginu er að aukast.

Áætlað er að á næstu þrjátíu árum mun fjöldi sjötugra og eldri meira en tvöfaldast frá því sem nú er og fjöldi 85 ára og eldri mun næstum þrefaldast.

Það verður því eitt af mikilvægustu verkefnum einstaklinga og samfélagins í heild að lengja þann tíma sem hver og einn lifir við góða heilsu.

Það þýðir að hver og einn þarf að spyrja sig: “Hvernig vil ég verða gamall?”

Í Háskólabíó þann 8. september nk verður haldin ráðstefna, “Who Wants To Live Forever, með þekktum alþjóðlegum fyrirlesurum þar sem þetta mál verður tekið fyrir út frá sjónarhóli lífsstíls og ýmsum þáttum velt upp. Að hversu miklu leyti hefur t.d. hreyfing, mataræði, líkamsklukkan og jafnvel hugsanir, áhrif á líkamsstarfssemi okkar, heilsu og langlífi? Ættum við að leggja aukna áherslu á lífsstílsbreytingar við meðhöndlun langvinnra sjúkdóma?

Að lokum verður spurningunni velt upp hvernig komandi kynslóðir muni geta lifað í sátt og samlyndi við lífríki plánetunnar þannig að maðurinn og Jörðin eigi saman langa framtíð fyrir höndum.

Dagana í kringum ráðstefnuna verða að auki haldin ýmis námskeið með sumum fyrirlesaranna, s.s. hjólreiða- og hlaupanámskeið auk sérstaks námskeiðs fyrir heilbrigðisstarfsmenn sem vilja kynna sér betur hvernig nota má lífsstílsbreytingar sem hluta af meðferð á sjúkdómum á borð við sykursýki og Alzheimer.

Allar nánari upplýsingar má finna á www.liveforever.is

Vonumst við til að sjá sem flest ykkar 8. September.
Icelandic Health Symposium
A4 - uppfært

Sumarfrí

By | Fréttir | No Comments

 

Þá erum við farin í sumarfrí. Opnum næst þriðjudag eftir verslunarmannahelgi.
Á meðan er hægt að senda okkur skilaboð á facebook, eða tölvupóst í diabetes@diabetes.is eða lesa inn skilaboð á símsvarann í númer 562-5605.

Göngudeildin flytur

By | Fréttir | No Comments

Innkirtladeildin/Göngudeild sykursjúkra er að flytja  á mánudaginn frá G3 á A3 (sama hæð). Hér er formleg tilkynning með nýju símanúmeri:

 

 

 

Við flytjum….. ekki langt…. enn í Fossvogi….. en á 3ju hæð

 

Göngudeild innkirtla- og efnaskiptasjúkdóma og göngudeild sykursjúkra flytur 19. júní 2017

 

Göngudeildir Innkirtladeildar flytja þann 19. júní nk. frá G-3 á þriðju hæð á A3 Göngudeild Lyflækninga sem er einnig á 3ju hæð.  Sem fyrr fara sjúklingar  í blóðprufu  á fyrstu hæð  á Rannsóknardeild.

Til þess að fara á göngudeildir þá er gengið inn um aðalinngang Landspítalans í Fossvogi og farið upp á 3ju hæð. Sé komið fyrst við á Rannsóknarstofu þá er hægt að taka lyftuna beint á 3ju hæð.

 

Vinsamlega gefðu þig fram við afgreiðslu  í skála og þér verður vísað áfram á göngudeild.

Svarað verður í síma frá kl. 08:00-16:00 virka daga og fær deildin nýtt símanúmer (frá 19. júní)  543-6040.

Við viljum benda á heimasíðu deildarinnar þar sem hægt er að óska eftir lyfjaendurnýjun, panta tíma og koma skilaboðum áleiðis til lækna:  www.landspitali.is/innkirtladeild Netfang innkirtladeildar er:  innkirtladeild@landspitali.is Við hlökkum til að taka á móti þér á nýjum stað og óskum þér alls hins besta.

 

Með kveðju

Starfsfólk Innkirtladeildar