Category

Fréttir

Líf og heilsa á Austurlandi 11.-17.ágúst

By | Fréttir | No Comments

Samtök sykursjúkra, SÍBS, Samtök lungnasjúklinga og Hjartaheill halda áfram ferðum sínum um landið undir yfirskriftinni Líf og heilsa. Almenningi býðst þá að hitta fulltrúa félaganna og fá ókeypis heilsufarsmælingar og fræðslu. Að þessu sinni stendur til að heimsækja Austurland, og er dagskráin sem hér segir (staðsetning er auglýst á hverjum stað):

  • Höfn 11.08 kl. 13-17 (laugardagur)
  • Djúpivogur 12.08 kl. 10-13 (sunnudagur)
  • Breiðdalsvík 12.08 kl. 16-18 (sunnudagur)
  • Stöðvarfjörður 12.08 kl. 16-18 (sunnudagur)
  • Fáskrúðsfjörður 13.08 kl. 09-12 (mánudagur)
  • Eskifjörður 13.08 kl. 15-19 (mánudagur)
  • Reyðarfjörður 14.08 kl. 09-15 (þriðjudagur)
  • Norðfjörður 15.08 kl. 09-15 (miðvikudagur)
  • Egilsstaðir 16.08 kl. 09-15 (fimmtudagur)
  • Seyðisfjörður 17.08 kl. 09-13 (föstudagur)

 

Sumarlokun skrifstofu

By | Fréttir | No Comments

Við erum farin í sumarfrí, næst verður opið þriðjudaginn 7.ágúst kl.10-12.

Á meðan er hægt að lesa inn skilaboð á símsvara í númer: 562-5605 eða

senda okkur tölvupóst í netfangið: diabetes@diabetes.is

Allt í kerfi! málþing ÖBÍ

By | Fréttir | No Comments

Við vekjum athygli á málþingi ÖBÍ: Allt í kerfi? Sem haldið verður á Grand hóteli, þriðjudaginn 29. maí, kl 13-15. Þetta fjallar um reynsluna af nýju greiðsluþátttökukerfi í heilbrigðisþjónustu. Það verða spaðar á málþinginu. Emil Thoroddsen, Svandís Svavarsdóttr, Henný Hinz og Steingrímur Ari. Við fáum reynslu notanda af nýja kerfinu og umræður. Þetta verður eitthvað! Við ættum öll að mæta og hvetja sem flest til hins sama.

 

Skráning er á vef ÖBÍ: https://www.obi.is/is/utgafa/frettir/allt-i-kerfi

 

Vorferð!!! við förum laugardaginn 26.maí

By | Fréttir | No Comments

Okkar árlega og vinsæla vorferð verður að þessu sinni farin laugardaginn 26.maí.

Við gerum ráð fyrir að leggja af stað um kl.10 og vera komin aftur milli kl. 15 og 16.

Förum á Hvolsvöll og skoðum nýja safnið þar Lava Centre: https://lavacentre.is

Þar munum við einnig borða hádegisverð.

Eins og í fyrra verða félagar úr LAUF með okkur.

Verðið er það sama og í fyrra, kr. 2000 á mann en ókeypis fyrir börn yngri en 12 ára.

Skráning í netfang: diabetes@diabetes.is í síðasta lagi á hádegi þriðjudaginn 22.maí.

Erlent lyfjafyrirtæki óskar eftir viðmælendum með tegund 2.

By | Fréttir | No Comments

Hello,

 

My name is Petra Eurenius, and I work at AstraZeneca Nordic-Baltic, based in Sweden.

 

I reach out to you since we would like to get in contact with a person living on Iceland, who is living with type 2 diabetes, preferably a member of your diabetes association. We would like to ask her/him if they could consider coming to a meeting arranged by AstraZeneca for AZ colleagues, and speak about his/her experiences from living with type 2 diabetes, how it affects their daily life, life style changes, what he/she finds important for them when it comes to information from health care, care, medication, etc. The will be no discussions about specific medications, and the person can choose to not respond to questions. We would of course make an agreement, and explain the set up and purpose.

 

The meeting will take place on Island on May 2,3 or 4. The language spoken in the meeting will be English.

e-mail: Petra.Eurenius@astrazeneca.com