Category

Fréttir

Alþjóðadagur sykursjúkra

By | Fréttir | No Comments

 

Í dag er alþjóðadagur sykursjúkra. En dagurinn er einn af dögum Sameinuðu þjóðanna, svona eins og alnæmisdagurinn og dagur jarðar og dagur vatnsins og baráttudagur kvenna og fleiri.
Af því tilefni voru Samtök sykursjúkra s.l. laugardag, þann 11.nóvember, í Smáralind og buðu gestum og gangandi að fá mældan blóðsykur og sögðum fólki frá félaginu okkar.
Mældir voru um 400 manns, flestir voru sem betur fer með eðlilegan blóðsykur, en að venju fundum við nokkra sem bent var á að leita til læknis við fyrsta tækifæri.
TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN!

Heimasíða göngudeildar sykursjúkra

By | Fréttir | No Comments

Bendum skjólstæðingum göngudeildar sykursjúkra á að nýta sér tæknina til að auðvelda bæði sjálfum sér og starfsfólki deildarinnar verkin, og spara tíma.

Á heimasíðu deildarinnar er hægt að panta tíma hjá lækni/hjúkrunarfræðingi/fótaaðgerðafræðingi/næringarfræðingi/félagsráðgjafa – þar er hægt að panta endurnýjun lyfseðla – og senda skilaboð til starfsfólks.
Einnig er nýkominn inn hnappur, merktur Í NEYÐ, þar eru leiðbeiningar um það hvernig ná má sambandi ef eitthvað óvænt og alvarlegt kemur upp á.
Á síðunni er líka mikið af fræðsluefni af ýmsu tagi.

http://www.landspitali.is/sjuklingar-adstandendur/klinisk-svid-og-deildir/dag-og-gongudeildir/innkirtladeild/

Fræðslufundur í kvöld

By | Fréttir | No Comments

Minnum á áður auglýstan fræðslufund í kvöld, miðvikudaginn 8.nóvember, kl.20.

Fundurinn verður haldinn í nýjum sal í Hátúni 10, jarðhæð; gengið inn hjá versluninni.

Næring, hreyfing, hvíld og heilsa; hvað getum við gert sjálf til að efla heilbrigði okkar?

Erla Gerður Sveinsdóttir og Tryggvi Þorgeirsson, læknar, ræða um tengsl lífsstíls og heilsu og fyrirhugað árveknisátak um þau efni.

Fræðslufundur, miðvikudaginn 8.nóvember kl.20

By | Fréttir | No Comments

Fræðslufundur, miðvikudagskvöldið 8.nóvember, kl.20, í Hásal, nýjum veislusal í Hátúni 10.

Næring, hreyfing, hvíld og heilsa; hvað getum við gert sjálf til að efla heilbrigði okkar?

Erla Gerður Sveinsdóttir og Tryggvi Þorgeirsson, læknar, ræða um tengsl lífsstíls og heilsu og fyrirhugað árveknisátak um þau efni.

Málþing um kjör lífeyrisþega

By | Fréttir | No Comments

Bætum kjör lífeyrisþega – málþing málefnahóps ÖBÍ um kjaramál

 

 

Málefnahópur ÖBÍ um kjaramál minnir á málþing sitt á Grand Hótel, miðvikudaginn 1. nóvember 2017 kl. 13-17 undir yfirskriftinni „Bætum kjör lífeyrisþega.“ Dagskrá málþingsins liggur nú fyrir.

 

Tími: Miðvikudagurinn 1. nóvember 2017 kl. 13-17

Staður: Grand hótel – Sigtúni 38 – 105 Reykjavík

Skráning á málþingið

Rætt verður um kjör lífeyrisþega frá ýmsum sjónarhornum.

 

Dagskrá

 

Ávarp: Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður ÖBÍ.

 

Skuldir – áhrif og úrlausnir: Ingunn Árnadóttir félagsráðgjafi hjá Umboðsmanni skuldara

 

Bætum kjör lífeyrisþega: Staðan og nokkrar tillögur að leiðum: María Óskarsdóttir málefnahópi ÖBÍ um kjaramál.

 

Galið kerfi: Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.

 

Örinnlegg frá örorkulífeyrisþegum: Ágústa Dröfn Guðmundsdóttir og Bára Halldórsdóttir

 

Nýkjörnum þingmönnum boðið að svara spurningunni: Hvað ætlar þinn þingflokkur að gera til að bæta kjör lífeyrisþega á kjörtímabilinu og hvenær?

 

Pallborðsumræður.

 

Lokaorð: Rósa María Hjörvar, málefnahópi ÖBÍ um kjaramál.

 

 

Fundarstjóri er Sigmundur Ernir Rúnarsson, fjölmiðlamaður.