Category

Review links

Námskeið – sykursýki, yfirlit og nýjungar í meðferð

By | Fréttir, Review links | No Comments

Á námskeiðinu verður gefið yfirlit um algengi, greiningu, orsakir og fylgikvilla sykursýki. Síðan verður fjallað ítarlega um meðferðarmöguleika þ.m.t. insúlinmeðferð, nýjungar í töflumeðferð og insúlindælur. Námskeiðið er ætlað fagfólki á heilbrigðissviði en er opið öllum áhugasömum.

Nú eru um 5000 Íslendingar með tegund 2 sykursýki og 800 manns með tegund 1 sykursýki. Tíðni sjúkdómsins eykst hratt á Íslandi eins og annars staðar í heiminum og er talað um að faraldur sé yfirstandandi. Tíðni meðgöngusykursýki hefur tvöfaldast á undanförnum 6-8 árum hér á landi. Miklar framfarir hafa orðið í meðferð sjúkdómsins á undanförnum 10 árum. Ný insúlin hafa komið á markað, nýir flokkar af lyfjum eru að líta dagsins ljós og miklar tækniframfarir s.s. í þróun á blóðsykurmælum og insúlindælum. Á námskeiðinu verður gefið yfirlit um mismunandi tegundir sykursýki, orsakir og greiningu en síðan verður fjallað ítarlega um hina ýmsu meðferðarmöguleika sem beitt er til að fyrirbyggja alvarlega fylgikvilla sykursýkinnar.

Skráningarfrestur er til 10. mars 2011.

Umsjón: Arna Guðmundsdóttir sérfræðingur í innkirtla- og efnaskiptasjúkdómum. Arna útskrifaðist frá Læknadeild Háskóla Íslands 1992 og stundaði sérnám við Háskólasjúkrahúsið í Iowa, USA. Hún hefur starfað sem sérfræðingur á Landspítala Háskólasjúkrahúsi frá 2002 samhliða rekstri á eigin stofu, Insula í Glæsibæ. Ýmsir aðrir sérfræðingar munu einnig verða með erindi á námsskeiðinu.

Tími: Fös. 18. mars kl. 8:30 – 16:00
Verð: 15.500 kr.
Staður: Endurmenntun, Dunhaga 7

Nánari upplýsingar hér

Nýtt fréttabréf

By | Fréttir, Review links | No Comments

Nýtt fréttabréf samtakanna ætti nú að vera komið inn um lúgur allra félagsmanna. Þar ber helst að nefna haustferð samtakanna sem farin verður 18. september næstkomandi. Allar nánari upplýsingar um ferðina og fleira efni er að finna undir Samtökin – fréttabréf eða hér

Byltingarkenndur blóðsykurmælir

By | Fréttir, Review links | No Comments

Tækni & vísindi | mbl.is | 30.7.2010 | 15:22

Ígræddur blóðsykurmælir sem sendir þráðlaus boð um blóðsykurmagn gæti mögulega valdið byltingu í lífi margra sykursjúkra og auðveldað þeim hað hafa taumhald á sjúkdómnum.
Mælirinn er kringlóttur og aðeins 38 mm í þvermál og um 13 mm þykkur. Hugmyndin er að græða hann í búk sjúklingsins. Tækið er algjörlega þétt og með innbyggðu loftneti til að senda boðin. Það er búið endingargóðri rafhlöðu og tveimur nemum.

Annar neminn mælir einungis súrefnismagn. Hinn mælir viðbrögð sem snerta bæði súrefni og blóðsykur. Örvefur sem myndast í kringum tækið á ekki að trufla hæfni þess til mælinga, þökk sé nemunum tveimur og því hvernig þeir vinna saman að því að mæla rétt blóðsykurmagn.

Hægt er að draga úr hættu á flestum fylgikvillum sykursýki, hvort sem er blinda eða hjartaáföll, með því að fylgjast stöðugt með blóðsykurmagni. Ítrustu mælingar krefjast þess að tekið sé blóðsýni úr fingri á 15 mínútna fresti, nótt og dag. Fæstir sykursýkisjúklinga mæla blóðsykurinn að jafnaði á klukkustundar frestum, hvað þá oftar.

Vísinda- og tæknimenn við Kaliforníuháskóla í San Diego og líftæknifyrirtækið GlySens hönnuðu blóðsykurmælinn.  Frétt á mbl.is hér

Frétt POPSCI um blóðsykurmælinn

Á döfinni

By | Review links | No Comments

Framundan er aðalfundur Samtaka sykursjúkra sem haldinn verður þann 8. apríl. Einnig verður boðið upp á fræðslu um augnsjúkdóma og nýungar í meðferð. Nánari upplýsingar má nálgast í fréttabréfi samtakanna sem kemur inn um lúgu félagsmanna næstu daga en einnig má lesa það hér

Sérstök athygli skal vakin á því að breytingar eru fyrirhugaðar á stjórn svo áhugasamir eru hvattir til að hafa samband við formann eða mæta á aðalfundinn.

Ingó úr Veðurguðunum á Jólafundi

By | Fréttir, Review links | No Comments

Samtök sykursjúkra halda sinn árlega jólafund þriðjudaginn 1. desember kl. 20:00

Fundurinn verður á Grand hótel í Setrinu.

  • Gunnar Hersveinn, rithöfundur og heimspekingur flytur erindi um Siðfræði jólanna.
  • Vilborg Davíðsdóttir kynnir og les upp úr bók sinni Auði
  • Ingó úr Veðurguðunum mætir með gítarinn og tekur nokkur lög.

Við hvetjum félagsmenn til að fjölmenna á jólafundinn og taka með sér gesti.

Nánari upplýsingar má sjá í nýjasta fréttabréfi samtakanna eða hér

Jafnvægi tímarit samtakanna er komið út og ættu félagsmenn að vera búnir að fá það sent til sín í pósti. Áhugasamir geta nálgast eintak af blaðinu á skrifstofu samtakanna eða lesið það á síðunni undir útgáfuefni – tímarit.

Stjórnin

Nýtt fréttabréf

By | Fréttir, Review links | No Comments

Fréttabréf októbermánaðar er komið út og ætti að koma inn um lúguna hjá félagsmönnum fljótlega. Þar er meðal annars fjallað um væntanlegan fræðslufund sem verður í lok mánaðar, stofnun nýrrar deildar á Akranesi, alþjóðadag sykursjúkra. Fréttabrefið má lesa hér

Sumarlokun skrifstofu

By | Fréttir, Review links | No Comments

Skrifstofan er nú lokuð vegna sumarleyfa, opnum aftur þriðjudaginn 11. Ágúst kl. 10,00. Hægt er að lesa skilaboð inn á símsvarann eða senda okkur tölvupóst (diabetes@diabetes.is) og verða skilaboð skoðuð annað slagið meðan fríið stendur.

Við minnum einnig á gönguferðir samtakanna annan hvern fimmtudag kl. 20 sjá nánar hér

Gleðilegt sumar!

Frétt af mbl.is

By | Fréttir, Review links | No Comments

Sykursjúkir fagna vali Obama

Samtök sykursjúkra í Bandaríkjunum hafa í dag fagnað því, að Barack Obama, Bandaríkjaforseti, skuli hafa tilnefnt Soniu Sotomayor í embætti hæstaréttardómara. Sotomayor hefur þjáðst af sykursýni frá barnsaldri.

Segja samtökin, að tilnefning Sotomayor sýni, að meta eigi hvern einstakling, sem þjáist af sykursýki, eftir verðleikum þeirra en ekki á grundvelli staðalmynda eða rangra upplýsinga um sykursýki.

Verði tilnefning Sotomayor staðfest í öldungadeild Bandaríkjaþings verður hún fyrsti hæstaréttardómarinn af spænskum ættum, þriðja konan og fyrsti dómarinn sem vitað er til að hafi þjáðst af tegund 1 af sykursýki.

Sotomayor, sem er 54 ára, greindist með sykursýni þegar hún var átta ára. Sjúkdómurinn stafar af því, að ónæmiskerfi líkamans ræðst á ákveðnar frumur í brisinu og hindrar að það framleiði insúlín, sem brýtur niður sykur í fæðunni.

Sykursýki getur leitt til alvarlegra hjarta-, nýrna-, augn- og taugasjúkdóma og er talin draga úr lífslíkum um 7-10 ár. Vaxandi þekking og bætt meðferð hefur þó aukið lífsgæði og lífslíkur.

Hægt er að skoða myndskeið á ensku hér