Vorferð

By | Fréttir | No Comments

VORFERÐ, MAÍ 2017

Samtök sykursjúkra fara í vorferð um Suðurlandið.

Við förum laugardaginn 20.maí næstkomandi í ferð um Suðurlandið. Keyrt verður austur í Vík í Mýrdal, með nokkrum stoppum á leiðinni, m.a. við Reynisfjöru. Boðið verður upp á hádegisverð á leiðinni, en fólk þarf sjálft að hafa með sér nesti fyrir aðra tíma dagsins.

Leiðsögumaður í ferðinni verður Guðrún Kr. Þórsdóttir.

Eins og í fyrra verður ferðin farin í samvinnu við LAUF – félag flogaveikra.

Þátttökugjald er kr.2000 á mann, en ókeypis fyrir börn 12 ára og yngri. Allir eru velkomnir, takið með ykkur fjölskyldu og vini.

Mæting er við Hátún 10 kl.8,45 um morguninn og lagt verður af stað ekki síðar en kl.9, áætlað er að koma aftur heim um kl.18.

NAUÐSYNLEGT ER AÐ SKRÁ SIG TIL ÞÁTTTÖKU, með því að senda tölvupóst í netfang: diabetes@diabetes.is, senda skilaboð í gegnum Facebook síðu félagsins eða hringja í síma: 562-5605 á opnunartíma skrifstofu. Lokafrestur til að skrá sig er að kvöldi mánudagsins 15.maí.

1.maí kröfuganga ÖBÍ

By | Fréttir | No Comments

Frá skrifstofu ÖBÍ

Kæru félagar,

 

senn líður að 1. maí og er það málefnahópur um kjaramál sem hefur umsjón með deginum af okkar hálfu.

 

Yfirskrift okkar í kröfugöngunni verður að þessu sinni:

 

LÚXUS EÐA LÍFSNAUÐSYN?

Fátækt útilokar fólk frá samfélaginu

 

Vonandi komist þið sem flest í gönguna og ég hvet ykkur til að bjóða fjölskyldu og vinum að slást í hópinn.

Þetta er dagurinn okkar, alþýðunnar og verkalýðsins. Sýnum samstöðu og látum sjá okkur!

 

 

Okkur vantar gott fólk í liðið sem getur aðstoðað við að bera forgönguborðann og dreifa buffum á meðan á göngunni stendur, eða við Lækjartorg eða Ingólfstorg.

Þeir sem sjá sér fært um að aðstoða okkur eru vinsamlegast beðnir um að melda sig til Guðjóns Helgasonar samskiptastjóra en hann er með netfangið: gudjon@obi.is

 

Nýtt greiðsluþátttökukerfi vegna heilbrigðisþjónustu

By | Fréttir | No Comments

Upplýsingafundir um greiðsluþátttökukerfi í heilbrigðisþjónustu

 

Nýtt greiðsluþátttökukerfi í heilbrigðisþjónustu tekur gildi 1. maí nk. Þar eru sett þök á hámarksútgjöld fólk vegna þess heilbrigðiskostnaðar sem fellur undir kerfið. Markmið þess er fyrst og fremst að draga úr útgjöldum þeirra sem hafa umtalsverðan heilbrigðiskostnað, en kostnaður þeirra sem nota heilbrigðiskerfið lítið mun hins vegar hækka. Aldraðir og örorkulífeyrisþegar munu greiða að hámarki 46.467 kr. á tólf mánaða tímabili fyrir heilbrigðisþjónustu sem fellur undir kerfið, en þó aldrei meira en 16.400 kr. á mánuði.

Málefnahópur Öryrkjabandalags Íslands um heilbrigðismál (ÖBÍ) og Félag eldri borgara (FEB) bjóða til upplýsingafunda um nýja greiðsluþátttökukerfið. Á fundunum munu Erna Geirsdóttir og Ingveldur Ingvarsdóttir frá Sjúkratryggingum Íslands kynna nýja kerfið fyrir notendum og svara spurningum.

Meðal þess sem verður útskýrt er:

  • uppbygging kerfisins
  • hámarksgreiðslur einstaklinga
  • hvað fellur undir greiðsluþátttökukerfið
  • hvernig notendur geti áttað sig á sinni greiðslustöðu hverju sinni.

Fundur 1: Fundarsalur FEB, Stangarhyl 4. fimmtudaginn 27. apríl, kl. 13:30-15:30

Fundur 2: Hilton hótel Nordica, Suðurlandsbraut 2, fimmtudaginn 27. apríl, kl. 16:30-18:30.

Sömu upplýsingar verða kynntar á báðum fundum. Fundaraðstaðan er rýmri á fyrri fundinum, en aðgengi fyrir hreyfihamlað fólk er betra á seinni fundinum.

Málþing um algilda hönnun

By | Fréttir | No Comments

 

Málþing um algilda hönnun – Universal Design Talks 2017

 

Boðið er til málþings um algilda hönnun í tengslum við Hönnunar mars 2017 sem haldið er í Norræna húsinu föstudaginn 24. mars 2017 kl. 9-12.

 

Málþingið fer fram á ensku en erlendir gestir eru:

 

  1. Sean Vance – aðstoðarprófessor við Háskólann í Michigan í Bandaríkjunum.

Jacob Deichmann – arkítekt og sérfræðingur í algildri hönnun í Ramboll í Danmörku.

Thor Arne Jörgensen – framkvæmdastjóri Universell Utforming í Noregi.

Ulla Kramer – stjórnandi God adgang í Danmörku

 

Gestir eru vinsamlegast beðnir um að senda póst á info@nordichouse.is til að skrá sig á málþingið.

Í póstinum þarf að koma fram nafn þátttakanda og heiti málþingsins. Einnig þarf að láta vita hvort þörf er á rit- eða táknmálstúlk.

Aðalfundur félagsins

By | Fréttir | No Comments

AÐALFUNDUR SAMTAKA SYKURSJÚKRA

Verður haldinn fimmtudaginn 23.mars 2017 kl.20 í fundarsal félagsins að Hátúni 10, jarðhæð.

Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf.

Kaffi, gos og fingramatur.

Félagsmenn fjölmennið!

Stjórnin.

Opinn fundur kjarahóps ÖBÍ

By | Fréttir | No Comments

Skattar, skerðingar og húsnæði: Opinn fundur kjarahóps ÖBÍ. 

Laugardaginn 18. mars 2017  kl. 13-15,  Grand Hótel – Gullteigur – Sigtúni 38, 105 Reykjavík

Fundarstjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson.

 

Dagskrá:

 

13:00 – 13:10         Ávarp – Ellen Calmon, formaður ÖBÍ.

 

13:10 – 13:25:        Skattamál – Helga Jónsdóttir

 

13:25 – 13:40         Skattar og skerðingar  – Guðmundur Ingi Kristinsson, varaformaður málefnahóps ÖBÍ um kjaramál.

 

13:40 – 13:55         Húsnæðismál – Björn Arnar Magnússon, framkvæmdastjóri Brynju – hússjóðs Öryrkjabandalagsins.

13:55 – 14:10         Húsnæðisstuðningur  – María Óskarsdóttir, formaður málefnahóps ÖBÍ um kjaramál.

 

14:10 – 14:50         Pallborðsumræður: Fundarstjóri stýrir pallborðsumræðum og tekur við fyrirspurnum.

 

14:50 – 15:00         Lokaorð:  Halldór Sævar Guðbergsson, varaformaður ÖBÍ.

 

Rit- og táknmálstúlkun í boði.

Allir velkomnir!    Fjölmennum og sýnum samstöðu.

Nýjar leiðbeiningar landlæknis varðandi næringarmeðferð einstaklinga með sykursýki

By | Fréttir | No Comments

Fræðilegur bakgrunnur leiðbeininga fyrirnæringarmeðferð einstaklinga með sykursýki af tegund 2 er komin út og er vistaður á heimasíðu Rannsóknarstofu í næringarfræði: http://rin.hi.is/frett/2016-11-23/naeringarmedferd-einstaklinga-med-sykursyki-af-tegund-2

Samantektin byggir á erlendumleiðbeiningum frá Evrópu, Ástralíu og Bandaríkjunum en tekið hefur verið tillit til íslenskra aðstæðna þar sem við á, sem og niðurstaðna vinnustofu sem haldin var á Háskólatorgi Háskóla Íslands 7. apríl 2016 og athugasemda sem bárust í kjölfarið. Þessari samantekt er ætlað að vera fræðilegt yfirlit og stuðningur fyrir heilbrigðisstarfsfólk sem sinnir næringarmeðferð einstaklinga með sykursýki af tegund 2.