Starfshópur um foreldragreiðslur

By | Fréttir | No Comments

Snemma árs 2015 skipaði félags- og húsnæðismálaráðherra starfshóp um umönnunargreiðslur og greiðslur til foreldra langveikra eða fatlaðra barna (Starfshópurinn). Starfshópurinn skilaði af sér áfangaskýrslu undir lok árs 2017, sem nú er aðgengileg á samráðsgátt stjórnarráðsins (https://samradsgatt.island.is/oll-mal/$Cases/Details/?id=12).

Núverandi félags- og jafnréttismálaráðherra hefur falið starfshópnum að ljúka verkinu og skila lokaskýrslu í júní 2018. Starfshópurinn hefur hafið vinnu við lokaskýrslu og telur mikilvægt á þessum tímapunkti að fá innlegg frá sem flestum hagsmunaaðilum og óskar því eftir athugasemdum við áfangaskýrsluna. Sér í lagi er óskað eftir:

  • Efnislegum athugasemdum við innihald áfangaskýrslu.
  • Ábendingum um atriði sem eru óljós eða þarfnast nánari útskýringa.
  • Ábendingum um mikilvæg atriði tengd viðfangsefninu sem ekki er fjallað um í skýrslunni.

Vinsamlegast sendið athugasemdir í gegnum ofangreinda samráðsgátt.

studningsnetmynd

Stuðningsnet sjúklingafélaganna

By | Fréttir | No Comments

Samtök sykursjúkra standa, ásamt fjölda annarra sjúklingafélaga, að stofnun Stuðningsnets sjúklingafélaganna.

Jafningjastuðningur
• Hefur þú þörf fyrir að tala við aðra sem hafa verið í sömu aðstæðum?
• Veltir þú fyrir þér hvernig aðrir hafa tekist á við að greinast með sjúkdóm?
• Ertu hugsi yfir því hvaða áhrif sjúkdómurinn muni hafa á daglegt líf þitt eða fjölskyldu þinnar

Stuðningsnet sjúklingafélaganna
Samstarfsvettvangur íslenskra sjúklingafélaga sem byggir á faglegum ferlum við jafningjastuðning við sjúklinga og aðstandendur þeirra

Faglegt og gæðastýrt ferli við jafningjastuðning
Aðildarfélög Stuðningsnetsins óska eftir sjálfboðaliðum sem vilja gerast stuðningsfulltrúar.
Verðandi stuðningsfulltrúi fer gegnum ítarlegt viðtal til að ganga úr skugga um hvort viðkomandi hefur unnið úr eigin málum og er í stakk búinn að aðstoða aðra.
Stuðningsfulltrúar sitja 2 x 4 klukkustunda námskeið í jafningjastuðningi sem byggir á þrautreyndri fyrirmynd frá Krafti, stuðningsfélagi fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur þeirra.
Skjólstæðingar leita til Stuðningsnets sjúklingafélaganna gegnum studningsnet.is.
Fagmenntaðir umsjónaraðilar velja skjólstæðingi stuðningsfulltrúa við hæfi að undangengnu viðtali og mati.
Stuðningurinn getur farið fram í síma, tölvupósti eða augliti til auglitis, samkvæmt samkomulagi skjólstæðings og stuðningsfulltrúa.
Umsjónaraðilar afla endurgjafar um hvernig til tókst hjá bæði skjólstæðingi og stuðningsfulltrúa og grípa til viðeigandi ráðstafana ef frávik koma upp.
Stuðningsfulltrúar hljóta viðeigandi símenntun með reglulegu millibili.

Allar nánari upplýsingar: www.studningsnet.is

Screen Shot 2018-02-15 at 10.05.34

Heilsuvera.is , kynning

By | Fréttir | No Comments

Mánudaginn 26.febrúar næstkomandi kl.17 verður haldinn fræðslufundur hér í Hátúninu þar sem kynnt verður vefsíðan www.heilsuvera.is .

Síðan er í umsjón Landlæknisembættisins og þar er að finna fræðslu um heilbrigðismál og sjúkdóma ásamt persónulegu svæði fyrir hvern notanda þar sem hægt er að hafa samband við heilsugæslu, endurnýja lyfseðla, panta tíma hjá læknum, skoða upplýsingar úr lyfjagagnagrunni og sjúkraskrám og fleira.

Nánar auglýst síðar.

Stuðningsnet sjúklingafélaga

By | Fréttir | No Comments

Stuðningsnet sjúklingafélaganna er nýr vettvangur fyrir jafningjastuðning fyrir þá sem hafa greinst með sjúkdóm og aðstandendur þeirra. Að Stuðningsnetinu standa fjórtán hagsmunasamtök sjúklinga á Íslandi og fleiri eru væntanleg til samstarfsins.

 

Stuðningsnetið styðst við aðlagað vinnuferli og námsefni frá Krafti, stuðningsfélagi fyrir ungt fólk sem greinst hefur með kabbamein og aðstandendur þeirra. Opnaður hefur verið vefur og haldin þrjú námskeiði sem um 30 stuðningsfulltrúar frá ólíkum félögum hafa sótt. Opið er fyrir ný sjúklingafélög að koma að Stuðningsnetinu hvenær sem er.

 

Stuðningsfulltrúar geta þeir orðið sem sjálfir greinst hafa með svipaða sjúkdóma eða eru aðstandendur. Stuðningsfulltrúar skrifa undir trúnaðaryfirlýsingu og fá þjálfun í að veita stuðning. Starfsmenn Stuðningsnetsins halda svo utan um endurgjöf og eftirfylgd með hverju stuðningsverkefni, og stuðningsfulltrúar hljóta viðeigandi handleiðslu og símenntun.

 

Stofnfundur Stuðningsnets sjúklingafélaganna verður haldinn fimmtudaginn 18. janúar kl. 18:00 í Hásal Setursins, Hátúni 10b Reykjavík (vesturendi) og mun Birgir Jakobsson landlæknir flytja opnunarávarp.

 

Formleg starfsemi Stuðningsnetsins hefst strax að loknum stofnfundi og gefst þá almenningi kostur á að nýta sér þjónustu Stuðningsnetsins gegnum vef þess studningsnet.is.

 

Nánari upplýsingar veitir undirrituð fyrir hönd stofnaðila

 

 

Stefanía Kristinsdóttir

Kynningar- og fræðslustjóri | Information & Education Manager

Beint/direct: +354 560 4805 | GSM: +354 891 6677

stefania@sibs.isStuðningsnet

 

Jólafrí!

By | Fréttir | No Comments

 

Kæru félagsmenn og velunnarar Samtaka sykursjúkra, nú förum við í jólafrí. Opnum næst þriðjudaginn 9.janúar 2018 kl.10.
Á meðan er hægt að skrifa skilaboð hér á FB, senda póst í diabetes@diabetes.is eða lesa inn á símsvara 562-5605.
Starfsmaðurinn mun koma við á nokkurra daga fresti og athuga skilaboð.
Hjartans óskir um gleði og frið á jólum og heillaríkt nýtt ár, þökk fyrir samstarf og samskipti á liðnum árum.

ATH! leiðréttar dagsetningar gönguferða!!

By | Fréttir | No Comments

 

ATH! ATH! ATH!!!!

Því miður hafa þau mistök orðið að rangar dagsetningar fyrir gönguferðirnar birtust í nýja Jafnvægi.

Hér eru réttu dagsetningarnar:

Gönguferðir veturinn 2018

14.janúar Hallgrímskirkja Skólavörðuholti

28.jamúar Kjarvalstaðir við Flókagötu 105 Reykjavík

11.febrúar Neskirkja Hagatorgi 107 Reykjavík

25.febrúar Hafnarfjarðarkirkja Strandgötu 220 Hafnarfirði

11.mars Fossvogsskóli Haðalandi 26 108 Reykjavík

25.mars Grótta Seltjarnarnesi

08.apríl Réttarholtsskóli Réttarholtsvegi 21-25 108 Rvk

22.apríl Lágafellslaug Lækjarhlíð 1a 270 Mosfellsbæ

Jólafundur

By | Fréttir | No Comments

christmas-dinner-big-happy-family-together-27957287

30.nóv 2017

Jólafundur

 

JÓLA-SKEMMTI-FUNDUR

Sameiginlegur jólafundur LAUF – félags flogaveikra, Samtaka sykursjúkra og Félags nýrnasjúkra, verður haldinn fimmtudagskvöldið 30.nóv næstkomandi, kl.20 í Hásal, nýjum veislusal í Hátúni 10, gengið inn hjá versluninni.

Hvetjum félagsmenn allra félaganna til að fjölmenna og taka með sér gesti.

ALLIR VELKOMNIR!

 

DAGSKRÁ

────

Tónlist: Hildur Vala syngur við undirleik Jóns Ólafs

────

Sr.Davíð Þór Jónsson í Laugarneskirkju flytur hugvekju

────

Vilborg Davíðsdóttir, rithöfundur, les úr nýrri bók sinni Blóðug Jörð

────

Jólakaffiveitingar

Samtök sykursjúkra

FÉLAG NÝRNASJÚKRA

LAUF – FÉLAG FLOGAVEIKRA

Frá Inter Medica

By | Fréttir | No Comments

Ef þú ert á pennameðferð við sykursýki þá getur Guardian Connect appið auðveldað þér lífið.

Með Guardian Connect getur þú séð blóðsykurgildið þitt og hvort það er að hækka eða lækka, hvar og hvenær sem er með því að skoða stöðuna í símanum þínum.

Það dregur úr áhyggjum þínum varðandi háan blóðsykur og blóðsykursföll að geta á einfaldan hátt sett upp viðvaranir fyrir háan og lágan blóðsykur og hvert hann er að stefna. Aðstandendur þínir geta einnig fylgst með stöðunni og fengið SMS skilaðboð ef þú færð blóðsykursfall eða háan blóðsykur.

Þessi tækni virkar þannig að sykurnema er stungið undir húð, neminn mælir stöðugt sykurinn í millifrumuvökvanum, á fimm mínútna fresti er reiknað út meðaltal og talan uppfærist í appinu. Til að auka nákvæmnina þarf að mæla blóðsykur að lágmarki á 12 tíma fresti eða 2 x á sólarhring.

Þú getur haft samband við InterMedica í síma 564-5055 fyrir frekari upplýsingar http://medica.is/

Hér er myndband sem skýrir þetta vel: