Heimasíða göngudeildar sykursjúkra

By November 9, 2017Fréttir

Bendum skjólstæðingum göngudeildar sykursjúkra á að nýta sér tæknina til að auðvelda bæði sjálfum sér og starfsfólki deildarinnar verkin, og spara tíma.

Á heimasíðu deildarinnar er hægt að panta tíma hjá lækni/hjúkrunarfræðingi/fótaaðgerðafræðingi/næringarfræðingi/félagsráðgjafa – þar er hægt að panta endurnýjun lyfseðla – og senda skilaboð til starfsfólks.
Einnig er nýkominn inn hnappur, merktur Í NEYÐ, þar eru leiðbeiningar um það hvernig ná má sambandi ef eitthvað óvænt og alvarlegt kemur upp á.
Á síðunni er líka mikið af fræðsluefni af ýmsu tagi.

http://www.landspitali.is/sjuklingar-adstandendur/klinisk-svid-og-deildir/dag-og-gongudeildir/innkirtladeild/