Kynningarfundur um byggingu nýs Landspítala

By February 7, 2017Fréttir

Kynningarfundur um Hringbrautarverkefnið – byggingu nýs spítala við Hringbraut

 

Öryrkjabandalag Íslands býður til kynningarfundar um Hringbrautarverkefnið, byggingu nýs Landspítala við Hringbraut.

 

Þar munu fulltrúar frá NLSH kynna verkefnið og sitja fyrir svörum um það sem framundan er.

 

Fundurinn verður haldinn í húsakynnum ÖBÍ – Sigtúni 42 í Reykjavík – mánudaginn 13. febrúar kl. 16-17:30.

 

Tekið er við skráningum á kynningarfundinn á póstfangið gudjon@obi.is

 

Hámarksfjöldi fundargesta er 50 manns og því er nauðsynlegt að fólk skrái sig.

 

Nýr Landspítali ofh. (NLSH) er opinbert hlutafélag sem hefur það að markmiði að standa að undirbúningi og útboðum vegna byggingar á nýjum Landspítala við Hringbraut í Reykjavík.

 

Eftir hrunið 2008 var horfið frá fyrri áformum um byggingu nýs sjúkrahúss við Hringbraut en verkefnið var endurvakið í nóvember 2009.

 

Fulltrúar frá NLSH munu gera grein  fyrir stöðu mála og svara þeim spurningum sem fundargestir kunna að hafa um næstu skref og hvernig uppbyggingin og verkefnið snúi að félögum í aðildarfélögum ÖBÍ.