diabetes-food-pyramidFróðleiksmolar um mataræði

Það mataræði sem mælt er með fyrir sykursjúka er gott fyrir alla en hins vegar er ekki allur matur góður fyrir sykursjúka. Sykursjúkir þurfa að vanda valið á matnum þó að þeir séu nú til dags yfirleitt ekki á neinu sérfæði.

Fæði sykursjúkra er samsett á sama hátt og mælt er með fyrir alla aðra; það skal vera fitu- sykur- og saltsnautt, en aftur á móti trefjaríkt. Hvort maður eldar sjálfur eða vill heldur kaupa tilbúinn mat skiptir engu máli. Þökk sé nútímameðferð geta sykursjúkir aðlagað mataræði sitt eigin þörfum og aðstæðum. Það er því mun auðveldara en áður að borða rétt.

 

Fæði sykursjúkra.

Í mataræðinu skulu felast eftirtalin fæðuefni í því magni sem hentar fyrir hvern og einn:

  • Kornvörur í ýmsu formi – gjarnan við allar máltíðir, helst úr grófu korni.
  • Mikið af grænmeti, ávöxtum og berjum.
  • Kartöflur, hrísgrjón eða pasta í aðalmáltíðir.
  • Mjólk, súrmjólk og fitusnauðar mjólkurvörur í hæfilegu magni.
  • Hæfilegt eða lítið magn af matarfeiti – notið helst léttsmjör, smjörlíki, jurtaolíur – og eldið gjarnan alveg án feiti.
  • Hæfilegt eða lítið magn af unnum kjötvörum og öðru áleggi, osti, kjöti og fiski.

Sykursýki 1  |  Sykursýki 2