Brúnkökur

60 kökur

Efni:

25 g möndlur
125 g hveiti (2 dl)
60 g Atwel eða Perfect Fit sætuefni
10 g hakkað súkkat eða pomeran.
2 tsk brúnkökukrydd.
½ tsk pottaska
50 g smjörlíki
½ eggjahvíta

Aðferð:

  1. Möndlurnar skolaðar flysjaðar og fínmalaðar.
  2. Hveiti, sætuefni, möndlur, súkkat (eða pomeran) og kryddi blandað saman.
  3. Smjörlíki mulið saman við.
  4. Eggjahvítunni bætt við og deigið hnoðað saman.
  5. Fimm lengjur búnar til úr deiginu (mega vera fleiri)
  6. Sett í kæli í a.m.k. tvo tíma, gjarnan yfir nótt.
  7. Skorið í þunnar sneiðar.
  8. Bakað efst í ofninum í 200 gráðu heitum ofni í 6 mínútum.
  9. Kökurnar kældar á grind

brownies