Möndlurönd 

Efni:

200 g flysjaðar og malaðar möndlur
100 g Atwel sætuefni
4 eggjahvítur
1 msk. Maísþykkni
2 tsk lyftiduft
Til að skreyta með:
75 g dökkt súkkulaði
1 tsk smjör
10 flysjaðar heilar möndlur.

Aðferð deig:

1. Eggjahvíturnar stífþeyttar (mjög vel)
2. Sætuefnið sigtað úti á meðan þeytt er.
3. Möndlunum, maísþykkninu og lyftiduftinu blandað varlega saman við
4. Deigið set í hringform (m. gati miðju), sem búið er að smyrja vel og dreifa raspi í.
5. Möndluröndin bökuð neðst í ofni við 175 gráður í ca 30mínútur.
6. Kæld aðeins í forminu og síðan alveg á grind.

Skreyting:

1. Súkkulaði brætt ásamt smjöri
2. Köld möndluröndin hjúpuð með súkkulaðinu.
3. Skreytt með heilum möndlum.

Athugasemd.

Möndlurönd er góð sem eftirréttur og það má frysta hana.

mondlur