Ostakaka

16 sneiðar

Botn:

150 sesamhrökkbrauð
60 g Sólblóma brætt.

Fylling: 

300 g (l dós) kotasæla
1 dós (l75 ml) hrein jógúrt
Rifinn börkur og saft af einni appelsínu og einni sítrónu
1 tsk fljótandi sætuefni
5 matarlímsblöð
1 dl rjómi (léttrjómi).

Aðferð: 

Hrökkbrauðið er mulið fínt og blandað saman við smjörlíkið.
Blöndunni er þrýst í form sem er um 22 cm í þvermál.
Formið er sett í kæli svo að botninn stífni.
Kotasælunni er blandað saman við jógúrt, appelsínusafa, sítrónusafa, sítrónubörk og fljótandi sætuefni
Matarlímið bleytt í köldu vatni í 5 mínútur., undið og brætt í einni skeið af sjóðandi vatni eða í örbylgjuofni.
Matarlíminu hrært út í ostakremið.
Rjóminn stífþeyttur og blandað saman við.
Kreminu er hellt yfir botninn í forminu og yfirborðið sléttað.
Kakan er sett á kaldan stað og látin stífna.
Skreytt með rifnum appelsínuberki.
Borin fram ef vill með sósu úr berjamauki.

IF

IF