Appelsínumarmelaði

Efni

3 appelsínur
1/2 lítri vatn
sætuefni sem svarar til 125 gr sykurs
1 tsk rautt melatin
1/2 dl vatn

Aðferð

  1. Appelsínurnar flysjaðar þunnt með kartöfluhníf.
  2. Börkurinn skorinn í litla bita.
  3. Appelsínunum skipt í helminga og þær pressaðar.
  4. Appelsínubörkurinn , 1/2 lítri vatn og appelsínusafi sett í skál og látið standa yfir nótt.
  5. Soðið upp á blöndunni og látið sjóða í 3/4 – 1 klst.
  6. Melatin hrært út í 1/2 dl vatns og sett útí blönduna, hrært stöðugt í á meðan.
  7. Marmelaðið látið sjóða áfram í 2 mínútur.
  8. Potturinn tekinn af hellunni og bragðbætt með sætuefni.
  9. Marmelaðinu hellt í hreinar krukkur og lokað strax.

marmelade